Þegar kemur að því að eiga við fólk sem í rauninni eitrar út frá sér, er yfirleitt besta ráðið að láta þau vera og reyna að forðast þau eins og maður getur. Það er þó ekki alltaf auðvelt, því að það fólk sem eitrar út frá sér, geta verið fjölskyldumeðlimir, samstarfsfélagar eða einhverjir sem deila sama rými og þú.

Þú getur séð hverjir það eru sem eitra út frá sér, þar sem þau hafa hrikalega slæm áhrif á velferð okkar. Þau tæma orku þína með mismunandi hegðunum, hvort sem það er með stanslausri gagnrýni, afbrýðisemi, að þau hengi sig á þig, eða eru að nota þig. Öll þessi atriði hafa slæm áhrif á tilfinningalegu og andlegu heilsu okkar.

Sjá einnig:Margvísleg áhrif síþreytu: Ástandið getur orðið mjög slæmt

blogger-image--2119207823

Sjá einnig: Við þurfum að vera meðvituð um það sem ógnar heilsu okkar

Hér eru 5 atriði sem þú ættir að gera þegar þú ert að eiga við fólk í lífi þínu sem eitra út frá sér:

1.Þú skalt aldrei taka hegðun þeirra og gjörðir persónulega.

Þegar fólk sem hefur svo slæm áhrif á þig, vill fá eitthvað frá þér eða réttlæta slæma hegðun í þinn garð eru þau því miður að notfæra sér þig. Ef þú ferð í það að vega og meta gjörðir þeirra, skaltu byrja á því að aðskilja sjálfa/n þig frá þeirra gjörðum, vegna þess að það eru stórar líkur á því að þau eru að reyna að láta þig fá samviskubit.

Mundu að það er ekkert sem þú gerðir. Þau eru bara að reyna að komast undir skinnið á þér, svo þú skalt sleppa tökunum á vandamálinu og standa með þér í málinu.

2. Tjáðu þig og segðu þeim að hegðun þeirra sem ekki viðliðin

Stundum eigum við það til að forðast árekstra eða ákveðnari orðaskipti, vegna þess að það er auðveldari leiðin. Þegar þú ert að eiga við manneskju sem er að reyna að eitra fyrir þér, skalt þú vita að eina leiðin til þess að fá þau til að hætta að láta svona, er að láta í sér heyra. Þegar við látum eins og allt sé í lagi, erum við að gefa í skyn að þau megi halda áfram að ganga á þig, án afleiðinga, sem á endanum gerir málið enn verra en það þarf að vera.

Segðu þeim að hegðun þeirra í þinn garð sé ekki liðin lengur og ef þau halda áfram að gera það sem þau eru að gera, munu þau ekki vera lengur partur af lífi þínu.

Sjá einnig: Margvísleg áhrif síþreytu: Ástandið getur orðið mjög slæmt

3. Þau eru kannski ekki slæmt fólk, en þau eru ekki góð fyrir þig

Þegar kemur að fjölskyldumeðlimum sem eru að eitra tilveruna þína, eru þau í raun ekki endilega illa innrætt. Góðhjartað fólk og góðir fjölskyldumeðlimir geta kastað skugga á þig án þess að átta sig á því. Stundum tökum við ekki einu sinni eftir því, sérstaklega þegar við förum að fórna okkar eigin hamingju fyrir þeirra hag og setja okkur í síðari sæti.

Þú getur haft þetta fólk í lífi þínu, en þú verður að halda þeim í vissri fjarlægð. Þín eigin hamingja á alltaf að skipta þig meira máli en þeirra niðurtal.

4. Ekki fara niður á þeirra plan – Fyrirgefðu þeim

Þrátt fyrir að fólk sem eitrar út frá sér kemur þér í uppnám, er aldrei gott að bregðast við neikvæðnni með enn meiri neikvæni. Það veldur bara enn eitraðra ástandi. Reyndu að fyrirgefa þeim slæma hegðun þeirra, ef þú getur og reyndu að halda þínu lífi áfam. Þú ert ekki að fara vel með þig ef þú ert að halda í neikvæða orku.

5. Ef ekkert annað virkar, slepptu takinu

Ef þú hefur reynt að laga ástandið án árangurs, en ert ekki að sjá að neitt sé að lagast, er stundum það eina rétta í stöðunni að fara þína eigin leið. Þú getur reynt og reynt og reynt, en sannleikrinn er sá að manneskjan hefur engan áhuga á því að breyta sér eða sinni hegðun og sér ekki hversu slæma orku hún er að beina að þér.

Það er aðeins þú sem getur séð hvað er best fyrir þig, svo ekki láta neinn standa í vegi þínum þegar kemur að því að reyna að ná markmiðum þínum eða við að búa til þína eignin hamingju.

Heimilidir: expandedconciousness.com

SHARE