Vísindamenn segja að „úthverfir“ einstaklingar bregðist öðruvísi við áreiti umhverfisins og umbun en „innhverfir“
Í nýlegri rannsókn á hegðun fólks benda niðurstöður til þess að mikill munur sé á hvernig úthverfir einstaklingar og innhverfir vinna úr ánægjulegri reynslu.
Fjallað var um þessa rannsókn í tímaritinu Frontiers in Human Neuroscience sem kom út 13. júní. Þar segir að líklegra sé að umhverfið stjórni því hvort heilinn framleiðir „ánægjuhormón“ þegar um úthverft (extrovert) fólk er að ræða en hjá innhverfu (introvert) fólki. Þetta gæti aukið skilning á af hverju úthverfir sækja í teiti en innhverfir vilja frekar fá sér kafibolla heima.
Margs konar munur
Vísindamenn hafa lengi vitað að úthverft og innhverft fólk er mjög ólíkt en það hefur reynst erfitt að greina heilastarfsemina sem gæti valdið því. Í rannsókninnni kom fram að úthverfir vilja helst fá umbun strax og taka mest eftir andlitum kringum sig. Aftur á móti líður innhverfum ekki vel í of miklu áreiti og heilastarfsemi þeirra eykst þegar þeir vinna úr sjónrænu áreiti. [Ert þú úthverf eða innhverf manneskja? Spáðu í það]
Yu Fu og Richard Depue, taugalífeðlisfræðingar við Cornell háskólann í New York notuðu niðurstöður úr persónuleikaprófum (slembiúrtak) sem 70 nýnemar tóku og reyndu að finna haldbærar skýringar á úthverfri hegðun.
Þeir gáfu sumum þátttakendum Ritalin, lyf sem notað er til að hafa áhrif á athyglisbrest/ ofvirkni (ADHD). Ritalin eykur dópamín framleiðslu heilans en dópamín hefur áhrif á umbun og hvata.
Meðan áhrif lyfsins vöruðu horfðu þátttakendur á myndbönd sem voru hluti athugunarinnar.
Að loknum þessum þætti tilraunarinnar var athugað hvernig aukið dópamín (vegna Rítalíns) hafði áhrif á hvernig þátttakendur unnu úr myndunum sem þeir höfðu horft á. Vísindamennirnir athuguðu ýmis ómeðvituð viðbrögð eins og t.d. minni og hve hratt og vel þátttakendur gátu leyst ýmis verkefni. (Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós að þegar menn eða dýr tengja umhverfi sitt eða aðstæður ánægjulegri reynslu hreyfa þau sig hraðar, minnið er betra, þau taka betur eftir og eru á allan hátt ánægjulegri en ella.)
Að lokinni þessari rannsókn ályktuðu vísndamennirnir að líðan og tenging úthverfra einstaklinga væri mjög sterklega tengd umbun en hins vegar skipti umbunin innhverfa einstaklinga afar litlu máli.
Umbun og hvati
Niðurstöðurnar benda til þess að innhverfir einstaklingar séu ekki háðir dópamín framleiðslu heilans til þess að fá umbun eða hvatningu. Það bendir til að grundvallar mismunur sé á hvernig þessar tvær manngerðir vinna úr umbun frá umhverfinu. Niðurstöður rannsakenda voru þær að heili innhverfra geri miklu meira með það sem hann er sjálfur að fást við en hvaðeina sem umhverfið býður upp á eða umbunar fyrir.
Charles Carver, sálfræðingur við háskólann í Miami, Florida telur að þetta sé afar gott framlag í þá átt að skilja betur hvað fólk er mismunandi. Þessar niðurstöður, segir hann hjálpa okkur til að tengja ýmis persónueinkenni úthverfra einstaklinga vissri starfsemi taugakerfisins. Niðurstöður voru þó ekki augljósar eða algildar því að sumir en ekki allir veittu ómeðvitaða svörun við aðstæðum sem þeir voru í.