Ert þú úthverfur innhverfingur?

Við höfum öll þessar hliðar á okkur, bæði getum við verið með innhverfan og úthverfan persónuleika. Manneskja með þessi einkenni er jafn líkleg til að fara út með vinum sínum, eins og að kjósa að sitja heima með bók í rólegheitum.

Fólk með bæði innhverfan og úthverfan persónuleika er yfirleitt þeir sem eiga það til að vera mjög félagslyndir og vera líka mjög mikið fyrir að vera einir. Það getur líka verið að slíkur einstaklingur finnist hann eða hún vera eitthvað skrítin fyrir að njóta þessa aðstæðna jafn mikið og getur farið svo að manneskjan fari að efast um sig og sitt ágæti. Gott er að hafa það í huga að það er allt í lagi að vera eins og maður er, en þó mjög mikilvægt að hafa opinn huga fyrir þeim sem eru í kringum þau, því þau eiga það líka til að fara of mikið inn í sig og loka á það sem er fyrir utan.

Sjá einnig:Ert þú innhverfur eða úthverfur persónuleiki? Það eru ástæður fyrir því

images

 

Það sem einkennir slíkar manneskjur er:

Þau eiga það til að láta sig hverfa, en koma alltaf aftur

Eftir að hafa verið hrókur alls fagnaðar í partýi, í vinnunni og hvar sem manneskjan stígur niður fætinum, þarf hún að endurhlaða. Það gerir þessi manneskja með því taka sér tíma fyrir sjálfa sig. Þau taka kannski einn vin með sér einstaka sinnum. Það tekur lengri tíma fyrir innhverfa að fá nóg af aðstæðum sínum, en það kemur fyrir. Þau þurfa að jafna sig út og hlaða batteríin, svo þau geta verið félagslynd, jákvæð, heillandi og afkastamikil aftur. Ekki taka því persónulega, því þetta gerist ekki til að forðast einhvern sérstakan, heldur er það til þess að eyða tíma með okkur sjálfum og alheiminum ein.

Sjá einnig:  46 myndir sem innhverfir tengja bara við

Innantómt spjall

Er ekki uppáhald þeirra, en slíkar manneskjur gera það samt og gera það vel. Við vitum hvað fólk vill og vitum bestu leiðina til að gefa þeim það. Innantómt spjall er, fyrir þeim nánast alltaf leiðinlegt og hálf asnalegt. Einlægt og áhugavert umræðuefni brennur í huga okkar, á meðan við bíðum eftir því að félagslega skyldan er búin. Um leið og við getum, leitum við af vinum, fjölskyldu eða einhverjum sem hefur eitthvað áhugavert að segja. Innantómt spjall hefur ekki neikvæð áhrif á okkur en það getur verið pirrandi til lengdar.

Hugur þeirra er út um allt

Hugurinn hoppar í að minnsta kosti 9 mismunandi áttir. Hvernig þau takast á við það, veltur á því hvernig skapi þau eru í og hver er í kringum þau. Stundum þurfa þau að vera ein úti í 10 mínútur. Þau gætu jafnvel husað alla og hætta að sinna samfélagslegum skyldum í smá tíma. Þau gætu líka notað það sem bensín og sagt hæ við alla sem koma nálægt. Þau geta orðið gríðarlega félagslynd og hleypt út einhverju af þessu sem er í gangi inni í hauskúpunni þeirra og heyra hvað þú hefur að segja í leiðinni. Slíkur einstaklingur er kannski út um allt og alls staðar en það er undir þér komið hvort þú sættir þig við manneskjuna eða skiljir hana eftir.

Sjá einnig:Ert þú innhverf/ur? – Nokkur atriði sem gætu bent til þess að þú sért innhverf/ur

Heimildir: higherperspectives.com

SHARE