Íslenska sumarið er komið í öllum sínum ófyrirsjáanleika og því fylgir óneitanlega þessi árlegu sumarverk. Við þekkjum öll að íslenska sumarið getur verið misjafnt þegar kemur að veðurfari og oftar en ekki eru það orð að sönnu er við göntumst í túristunum og segjum ,,Don´t like the weather? Just wait five minutes!” og hlæjum svo.
Sökum þess þurfum við oft að vera tilbúinn að stökkva í sumarverkin með augnabliksfyrirvara en þá koma galdrar veraldarvefsins að góðum notum. Við getum leitað okkur að fróðleik og séð nákvæmlega hvernig á að bera sig að í garðinum og einnig hvaða tól og tæki þarf til verksins.
Höfundur þessar greinar rakst á nokkur hjálpleg myndbönd það sem farið er yfir þessi hefðbundnu sumarverk á hjálplegan máta.
Myndband 1.
Góð ráð BYKO. Viðhald á sólpalli – kennslumyndband.
Myndband 2.
Góð ráð BYKO. Viðhald á gasgrilli – kennslumyndband.
Myndband 3.
Góð ráð BYKO. Viðhald á viðarhúsgögnum – kennslumyndband.
Myndband 4.
Góð ráð BYKO. Grassláttur og hversu oft á að slá garðinn – kennslumyndband.
Myndband 5.
Góð ráð BYKO. Hvernig skal losna við mosann og áburður – kennslumyndband.