Ertu hömlulaus ofæta? – Taktu prófið

Matur getur verið stórt vandamál í lífi fólks og haft gríðarleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Sífellt fleiri á Íslandi eiga í vandræðum með þyngd sína og mataræði og eykst það frá ári til árs.

Á heimasíðu OA á Íslandi er hægt að lesa sér til um það hvort þú eigir við raunverulegt vandamál að stríða og einnig eru spurningar á síðunni sem þú gætir svarað til þess að komast að því hvort þú sért haldin/n matarfíkn:

Borðar þú þegar þú ert ekki svangur/svöng?
Heldur þú áfram að borða óhóflega án þess að kunna á því skýringar?
Finnur þú til sektar og eftirsjár þegar þú hefur borðað yfir þig?
Eyðir þú miklum tíma og hugsun í mat?
Hugsar þú með ánægju og tilhökkun til þeirrar stundar þegar þú getur borðað ein/n?
Skipuleggur þú þetta leynilega át þitt fyrirfram?
Borðar þú í hófi innan um fólk; en bætir þér það upp eftir á?
Hefur þyngd þín áhrif á það hvernig þú lifir lífinu?
Hefur þú reynt megrun í viku eða lengur á þess að ná tilsettu marki?
Gremst þér það þegar aðrir segja við þig: “Sýndu nú svolítinn viljastyrk til að hætta að borða yfir þig?”
Ertu enn á þeirri skoðun, þrátt fyrir að dæmin sýni annað, að þú getir farið í megrun “..á eigin spýtur..” hvenær sem þú vilt?
Finnur þú sterka löngun til að borða mat á einhverjum tilteknum tíma sólarhringsins sem ekki er matmálstími?
Borðar þú til að flýja áhyggjur og vandræði?
Hefur þú leitað meðferðar vegna ofáts eða vanda sem tengist mat?
Valda átsiðir þínir þér eða öðrum óhamingju?

Svaraðir þú þremur eða fleirum af þessum spurningum játandi?
Ef svo er, eru líkur á að þú sért á góðri leið með að eiga í vanda með matarfíkn (eða hömlulaust át).

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here