Ekki er langt síðan Demi Lovato (24) hætti með kærasta sínum til langs tíma, Wilmer Walderrama, en svo virðist sem þau sambandsslit hafi ekki áhrif á hana lengur.

Sjá einnig: Demi Lovato nakin í tónlistarmyndbandi

Demi fór út á lífið á einum af nýjustu heitu stöðunum í vestur Hollywood, Catch LA. Þar hitti hún John Mayer (39) og virtist þeim líða mjög huggulega í návist hvors annars. Þau komu í sitthvoru lagi og fóru í sitthvoru lagi, en í millitíðinni sást til John halda utan um Demi og hvísla einhverju að henni sem henni virtist líka.

Árið 2009 lét John dálæti sitt á henni í ljós á Twitter og seinna sama ár stigu þau á svið saman. Honum líkar afar vel við hana, dáist að verkum hennar og Demi hefur sagt að hann hafi veitt henni mikinn innblástur í sinni tónlist.

Er þetta nýja stjörnuparið í Hollywood?

Screen Shot 2016-10-24 at 15.26.06

SHARE