Fæðingargalli – Hluti af heila óx út um nef hans

Ollie Trezise er 21 mánaða gamall drengur sem fæddist með heilahaul, eða encephalocele, sem olli því að heili hans óx út um sprungu á höfuðkúpu hans og út um nefnið. Fæðingargallinn kom fyrst í ljós í 20 vikna sónar, þar sem móðir hans, Amy Poole var sagt að auka vefur væri að vaxa á andliti hans. Þessi fæðingargalli er sjaldgæfur og gerist í um það bil 1,7 af hverjum 100.000 fæðingum en gatið á höfuðkúpunni myndast yfirleitt aftan á höfuðkúpunni.

Sjá einnig: Þeim var sagt að láta eyða fóstrinu – Þau gerðu það ekki!

Ollie hefur þurft að gangast undir margar sársaukafullar aðgerðir til þess að loka gatinu á höfuðkúpunni og gera honum kleift að anda í gegnum nefið. Eftir því sem hann óx, þá stækkaði vefurinn í andliti hans og móðir hans kallaði hann hinn raunverulega Gosa og segir að hún gæti ekki verið meira ánægð með son sinn.

Sjá einnig: 2 ára stúlka með Downs heilkenni á fyrirsætusamning

Litli drengurinn hefur fengið miklar augngotur og fingrabendingar og sumir hafa gengið svo langt að segja móður hans að hún hefði ekki átt að eiga hann til að byrja með. En Amy segir að hún myndi aldrei vilja hafa hann öðruvísi, þar sem hann er yndislegur, brosmildur og skemmtilegur strákur. Hann á þó eftir að gangast undir fleiri aðgerðir í framtíðinni, en læknar þurfa í fyrstu að sjá hvernig höfuðkúpa hans muni vaxa.

2F5C3D1A00000578-3359056-image-a-26_1450087050778

Ollie ásamt móður sinni Amy Poole.

2F5C3D2200000578-3359056-image-a-27_1450087057104

Annabelle er fjögurra ára gömul systir hana Ollie litla.

Sjá einnig: Litningafrávik á meðgöngu

2F5C3D2600000578-3359056-Ollie_Trezise_has_a_rare_defect_called_encephalocele_where_a_sac-m-32_1450087655065

2F5C3D3600000578-0-image-a-13_1450086532750

2F5C3DB700000578-3359056-image-m-29_1450087619546

2F5C29AF00000578-3359056-image-a-41_1450088591380

2F5C113A00000578-0-image-a-14_1450086546937

2F5C3E5500000578-3359056-image-m-40_1450088500996

2F5C3E4900000578-0-image-m-3_1450086215991

2F5C3D1600000578-3359056-image-a-46_1450088986549 2F5C3D9600000578-3359056-Ollie_has_undergone_several_painful_operations_at_Birmingham_Chi-a-45_1450088986477

SHARE