Það getur verið að þú vitir allt um þetta en það getur verið að fæðingardagur þinn, eða öllu heldur mánuðurinn sem þú ert fædd/ur í geti haft ýmislegt að segja um kynlífið þitt.

 

Kíkjum á þetta:

Desember

Ef þú ert fædd/ur í desember þá getur verið að kynlífið þitt sé eitt það besta sem til er. Þú ert mjög uppátækjasöm/samur þegar þú hefur mikinn áhuga á manneskjunni sem þú ert með. Þér finnst gaman að prófa nýja hluti, sérstaklega hlutverkjaleiki og þú ert skemmtilegur bólfélagi. Þeir/þær sem enda með þér í rúminu verða seint fyrir vonbrigðum.

Nóvember

Ef þú ert fædd/ur í nóvember er kynlífið þitt frekar „kinký“. Á jákvæðan hátt auðvitað! Þú vilt að bólfélagi þinn stjórni þér svolítið eins og hann „eigi“ líkama þinn og þú ert meira en til í að prófa nýja hluti. Þú ert líka alveg til í að stjórna hinum aðilanum líka, fer eftir því hver manneskjan er. Þú getur ekki annað en verið ævintýragjörn/gjarn í kynlífinu.

Október

Ef þú fæddist í október getur þú átt besta kynlíf í heimi. Þú vilt aldrei flýta þér að neinu og ert einstaklega góð/ur í að tæla þá sem þú ert hrifin af. Þú ert einn af bestu bólfélögum sem til eru og manneskja sem sefur hjá þér veit að þetta er sannleikurinn og ekkert nema sannleikurinn.

 

Sjá einnig: Hvaða starf hentar hverju stjörnumerki?

September

Ef þú ert fædd/ur í september ertu ástríðufull manneskja þegar kemur að ást, kynlífi og rómantík. Þú ert til í að prófa allt, að minnsta kosti einu sinni en getur bara stundað kynlíf með manneskju sem þú ert tengd/ur tilfinningalegum böndum. Þú ert umhyggjusöm/samur og hugulsöm/samur manneskja sem fólk er heppið að fá að eyða nóttinni með.

Ágúst

Ef þú fæddist í ágúst getur verið að kynlífið þitt sé örlítið ruglingslegt. Þú ert annað hvort einstaklega gefandi í kynlífinu eða einstaklega sjálfelsk/ur. Þú vilt ekki láta segja þér hvað þú átt að gera í rúminu og þú reynir að sýna þig eins og þú getur til þess að vekja aðdáun, ekki aðeins fyrir manneskjunni sem þú ert með heldur bara allra sem gætu verið að horfa á þig.

Júlí

Ef þú ert fædd/ur í júlí er kynlífið þitt frekar fullnægjandi. Þú þráir tilfinningalega tengingu við manneskjunni sem þú ert með í rúminu og ert mjög trú manneskjunni sem þú ert með. Þú elskar að leyfa öðrum að upplifa sömu fullnægju og þú.

Júní

Ef þú fæddist í júní finnst þér gaman að gera tilraunir í rúminu. Þú vilt prófa nýjar stellingar og ert áköf/ákafur í rúminu og þér finnst símakynlíf skemmtilegt. Það er ekkert heilagt þegar kemur að því að prófa nýja hluti í svefnherberginu, sérstaklega ef hin manneskjan er jafn frábær og þú.

Maí

Ef þú fæddist í maí ertu kynlífs„guð“!  Þú velur fólk sem þú vilt stunda kynlíf með og þú vilt að þetta sé þægilegt fyrir báða aðila. Þú ert kynlífsmaskína sem færð ekki nóg en þú vilt stunda kynlíf á venjulegum stöðum eða sleppa því. Það verður allt að vera rétt.

Apríl

Ef þú ert fædd/ur í apríl getur verið að fólki finnist það ógnandi að stunda kynlíf með þér. Þú ert óstöðvandi þegar þú hefur áhuga á og gefur þig 100% í frammistöðu þína í rúminu. Um leið og hitinn lækkar eitthvað ertu farin. Fólki finnst gaman að stunda kynlíf með þér en þú getur verið aðeins og kappsöm/kappsamur í rúminu.

Sjá einnig: Hvernig tjá stjörnumerkin reiði sína?

Mars

Ef þú ert fædd/ur í mars er kynlífið þitt eitt af mögnuðustu reynslum sem þú átt. Þú ert andleg manneskja sem finnur fyrir sérstakri tengingu við manneskjuna sem þú stundar kynlíf með og vilt eyða eins miklum tíma með henni og þú getur. Þú ert einstök/stakur að því leitinu til að þú finnur nýjar víddir í nánd í kynlífinu.

Febrúar

Kynlífið þitt er ævintýralegt ef þú ert fædd/ur í febrúar. Þú ert ástríðufull við þá manneskju sem þú sefur hjá en stundum áttu það til að vera tilfinningalega fráhverf/ur þeim sem þú elskar mest. Engu að síður ertu manneskja sem vilt kanna nýja hluti og eiga þá hluti sem þú þráir.

Janúar

Ef þú ert fædd/ur í janúar er kynlífið þitt frekar „kinký“. Þú ert alltaf trú/r þeim sem þú ert hrifin af. Þú stingur upp á hlutum sem eru óhefðbundnir en getur sannfært bólfélaga þína í að prófa nýja hluti. Þú ert ævintýragjörn/gjarn sem fólk er heppið að fá að stunda kynlíf með.

Heimildir: Higherperspective.com

SHARE