Helena Dís fædd 25.10.13 – 15 merkur og 51 cm.

Var kominn 39 vikur+1 þegar þetta byrjaði, það var 8:00 um morgunninn(24.okt) sem verkirnir byrjuðu þeir voru strax á 5 mín fresti en voru alls ekki slæmir. Ég var að vakna með kærastanum því hann var á leiðinni í skólann. Mér datt í hug að þetta væri að byrja og sagði honum að þetta væru bara einhverjir samdrættir og hann ætti að drífa sig í skólann, en ég var samt dáldið smeik við að vera ein eftir en vissi að þetta mundi taka langan tíma og svo kannski er þetta ekkert að byrja. Var í frekar miklari afneitun yfir því að ég væri að fara af stað.

Ég gat ekki sofnað aftur útaf verkjum og ákvað að fara taka til og gera þvottinn og svoleiðis var í frekar góðu skapi. Fór svo að læra og horfði á bíómynd og leið bara vel þrátt fyrir þessum verkjum. Svo kemur hann heim um 16:00 og ég segi honum að ég sé búinn að vera með verki á 5mín fresti frá því að hann fór, frá þeirri stundu vildi hann alltaf fara upp á spítalann og ég bara nei þetta tekur miklu lengri tíma og svo eru þetta ekkert slæmir verkir.

Um kvöldið klukkan 20:00 fór verkirnar að vera mjög slæmir og ég var byrjuð að gráta úr sársauka og kærastinn minn vildi fara á spítalann og ég bara nei ég er ekkert að fara fæða (algjör afneitun) hann skildi ekkert í ruglinu í mér og vildi bara fara drífa sig með mig á spítalann. Ég sagði bara nei ég ætla hringja fyrst og hringdi upp á deild og hún sagði mér bara taka verkjatöflur og reyna hvíla mig.

Ég fór upp í rúm um 22:00 með kærastanum og reyndi að sofna hann steinsofnaði en ég gat ekkert sofið verkirnir dofnuðu aðeins eftir verkjatöflurnar en urðu svo strax verri eftir nokkra tíma. Ég var svöng og lystarlaus ég hringi aftur upp á fæðingardeild og hún segir að ég megi fá mér verkjatöflu á 4tíma millibili og eigi prófa fara í bað og svoleiðis. Ég fæ mér aftur verkjatöflu og fer í bað og það var allveg æðislegt. En svo fór ég upp úr og var farinn að syngja ég get þett!! og allskonar lög og labbaði fram og til baka.

Ég var farinn að titra úr sársauka titraði öll fyrir neðan mitti, það var mjög þægilegt að titra það var eins og líkaminn minn væri að búa til meðal gegn þessum verkjum. Og ég píndi ofan í mig eitthvað að borða og fékk mér verkjatöflu ældi svo stuttu eftir. Síðan sat ég í sömu stellingunni í marga klukkutíma og titraði. Síðan vaknaði kærastinn minn klukkan 8:00 og var í sjokki að sjá mig og leið illa yfir því að hafa sofnað. Hann náði í að borða fyrir mig og tók saman fötinn mín og svoleiðis ég hringdi upp á fæðingardeild og hún sagði mér bara að koma.

Við fórum bara í rólegheitunum og ég var kominn upp á spítala 10-11 leitið um morguninn. Kærastinn minn hringdi í skólann og sagði að hann kæmist ekki því hann ætti von á barni hehe. Ég var kominn 6 cm í útvíkkun. Ég var svo ánægð hélt að ég væri kominn 2 eða 3. Ég var kominn með svefngalsa og var í hressu skapi og kærastinn hjálpaði mér í gegnum hríðarnar með því að anda með mér og leyfa mér að hanga á sér.

Ég fékk svaka næs stofu með stóru baði á fæðingarganginum. Ég fór í bað sem var æðislegt og síðan mælir ljósmóðirin mig klukkan 16:00 og segir að ég sé næstum því 8 cm. Ég ákvað að hringja í mömmu og láta hana vita vildi ekki segja henni fyrr því ég vildi bara hafa ró í kringum þetta, enda eftir að ég hringdi í hana þá var hún stanslaust að hringja sem var óþolandi. Ég vildi bara hafa ljósmæðurnar og kærastan hjá mér engan annan. Síðan fékk að prófa glaðloftið sem hjálpaði maður var samt bara hálfpartinn í vímu þarna og svo þegar ljósmóðirinn fór út fór ég og kærastinn að fíflast saman með glaðloftið og vorum þarna tvö 18 ára eins og einhverjir vitleysingar í hláturskasti. Ég notaði einnig hitapoka á bakið og það hjálpaði.

Síðan um 18:00 er ég aftur mæld og þá er ég enþá 8 cm þannig hún ákveður að gefa mér mænudeyfinguna og springa belginn. Mænudeyfinginn var allveg æðisleg og náði að hvíla mig í hálftíma rétt fyrir rembinginn síðan vakna ég og byrja rembast mér fannst mjög þægilegt að rembast því þá fann ég ekki fyrir hriðinni og síðan tveimur tímum seinna klukkan 22:17 kom litla prinsessan mín í heiminn og ég rifnaði ekki neitt og allt gekk svo vel.

SHARE