Síðan árið 2003 hefur Chen Si eytt hverri helgi á Nanjing Yangtze River brúnni í Kína. Þessi brú er einn „vinsælasti“ staðurinn í Kína til að stytta sér aldur.

Chen fylgist með brúnni og gengur um eða notar vespuna sína til að fylgjast með fólki sem kemur á brúna. Ef hann sér fólk sem „lítur út fyrir að vera þunglynt eða bugað“ eða „gengur um annars hugar“ þá skerst hann í leikinn.

Sjá einnig: „Í gærkvöldi íhugaði ég sjálfsvíg“

Hann gengur að þeim og reynir að tala við þau. Stundum er fólkið jafnvel komið upp á handriðið og þá grípur hann í þau og togar þau niður af handriðinu. Í samtölum við fólkið reynir Chen að fá að vita hvað er að angra fólkið og hjálpar þeim að finna lausn sinna mála.

Eitt dæmi: Chen hjálpaði manni sem heitir Shi Xiqing og ætlaði að fyrirfara sér því hann átti útistandandi 15.000 dollara reikning, fyrir meðferð dóttur hans við hvítblæði. Chen hringdi í hann á hverjum degi og talaði við skulunauta hans.

Í dag hefur Chen komið í veg fyrir að rúmlega 300 manns myndu stökkva fram af brúnni.

SHARE