Eitt sinn hélt maður ræðu á fjáröflunar kvöldverði hjá bandarískum skóla sem ætlaður er fötluðum og þroskaheftum börnum. Þessi maður var faðir eins barns sem gekk áður í skólann og snerti ræðan djúpt hjá þeim er hlýddu á. Eftir að hafa hrósað skólanum og starfsfólki hans lagði hann fram spurningu: „Náttúran hegðar sér fullkomlega þegar hún er ekki trufluð af utanaðkomandi öflum. Samt sem áður getur Shay sonur minn ekki lært eins og önnur börn. Hann getur ekki skilið hluti eins og önnur börn gera. Hvar er því náttúrulegt eðli hjá syni mínum?“.
Áhorfendur þögðu.
Faðirinn hélt áfram: „Ég trúi því að þegar börn eins og Shay, sem eru líkamlega og andlega fötluð, koma í heiminn opnist tækifæri fyrir raunverulegt eðli mannsins að sýna sig og kemur sú birtingarmynd fram í því hvernig fólk kemur fram við þau börn.“
Í kjölfarið sagði hann þessa sögu:
Einn daginn gekk ég með Shay syni mínum framhjá garði þar sem nokkrir strákar sem Shay þekkti voru að spila hafnarbolta. Shay spurði: „Heldurðu að þeir leyfi mér að spila með?“. Ég vissi að flestir drengjann myndu ekki vilja hafa Shay í liðinu, en ég vissi jafnframt að ef sonur minn fengi að spila myndi það uppfylla þörf hjá honum að finnast hann vera hluti af hópnum og jafnvel sjálfstraust í kjölfar þess að vera samþykktur af öðrum þrátt fyrir fötlun sína.
Án þess að búast við nokkru, vatt ég mér því upp að einum drengjanna á vellinum og spurði hvort Shay mætti spila með. Drengurinn vissi ekki alveg hvert hann ætti að snúa sér og virtist ráðvilltur.
Hann sagði: „Við erum sex heimahlaupum undir og það er þegar komið í níundu lotu. Ég held að hann megi alveg vera í okkar liði og við reynum að leyfa honum að slá í níundu lotu.“
Með breitt bros gekk Shay því að bekk síns liðs og fór í skyrtu merktri liðinu.
Ég táraðist og brosti stoltur af syni mínum taka sæti sitt í liðinu. Strákarnir sáu hversu ánægður Shay var yfir að fá að vera með og hversu glaður ég var yfir að Shay fengi að vera með. Í lok áttundu lotu náði lið Shay nokkrum heimahlaupum og var þremur hlaupum undir. Í upphafi níundu lotu fékk Shay að fara inn á völlinn með hanska og spilaði á hægri kanti.
Jafnvel þótt enginn bolti kæmi í átt til hans var hann augljóslega í skýjunum bara yfir að fá að vera með í leiknum og að standa á vellinum. Hann skælbrosti þegar ég veifaði til hans af áhorfendabekknum.
Í lok níundu lotu skoraði lið Shay aftur. Nú tveimur hlaupum undir og allar hafnir fullar og voru því miklar líkur á að lið Shay gæti unnið. Shay var næstur í röðinni að slá.
Ætlaði liðið að leyfa Shay að slá og þar með missa tækifærið á sigri?
Öllum að óvörum fékk Shay að slá. Allir vissu að það væri nánast ómögulegt fyrir hann að slá boltann þar sem hann vissi ekki einu sinni hvernig hann ætti að halda á kylfunni, hvað þá að ná að slá henni í boltann.
Kastarinn áttaði sig strax á að lið Shay var að gefa sigurinn með því að leyfa Shay að slá og þar með að gefa honum tækifæri á að upplifa eitt stærsta augnablik lífs síns. Kastarinn kastaði boltanum létt í áttina að Shay og gaf honum gott tækifæri á að láta kylfuna snerta boltann. Fyrsta kastið kom og sló Shay mjög klaufalega fram og hitti ekki boltann. Kastarinn tók nokkur skref fram og kastaði boltanum mjög létt í átt að Shay. Shay náði að hitta létt í boltann og rúllaði hann aftur í átt að kastaranum.
Að öllu jöfnu átti leiknum þar með að vera lokið, en kastarinn tók upp boltann og í stað þess að kasta honum í fyrstu höfn og þar með að kasta Shay úr leiknum ákvað kastarinn að kasta yfir höfuð þess sem var að grípa í fyrstu höfn.
Þar með náði enginn í boltann.
Allir í áhorfendastúkunum, úr báðum liðum, stukku á lappir og byrjuðu að öskra: „Shay hlauptu í fyrstu höfn, hlauptu í fyrstu höfn!“ Aldrei á ævinni hafði Shay hlaupið svo langt en hann kom sér í fyrstu höfn, hissa á svip en skælbrosandi.
Áhorfendur héldu áfram að kalla, allir sem einn: „Hlauptu í aðra höfn, hlauptu í aðra höfn!“ Eftir að hafa náð andanum í stutta stund hljóp hann glaðbeittur en dauðþreyttur af stað og náði að lokum í aðra höfn.
Þegar hann var að koma að annarri höfn hafði leikmaður hægra megin á vellinum náð boltanum. Sá strákur var minnstur í sínu liði og hafði þarna tækifæri á að vera hetjan í liðinu í fyrsta skipti.
Hann hefði geta kastað boltanum til liðsfélaga sem stóð í annarri höfn en hann áttaði sig vel á hvað var að gerast og kastaði boltanum viljandi hátt yfir höfuð liðsfélaga síns sem stóð í þriðju höfn.
Shay hljóp eins og fætur toguðu að þriðju höfn, á meðan liðsfélagar hans hlupu hver af öðrum úr sínum höfnum í heimahöfn.
Áhorfendur og liðsmenn í báðum liðum byrjuðu að kalla: „Shay, Shay, Shay, hlauptu alla leið“. Shay náði í þriðju höfn.
Drengurinn í hinu liðinu sem stóð í þriðju höfn og var þar tilbúinn að grípa boltann tók í axlirnar á Shay og kallaði í eyra hans, hlauptu heim, hlauptu alla leið.
Áhorfendur voru allir komnir á fætur, og ásamt leikmönnum beggja liða, öskruðu eins og þeir gátu: „Shay, hlauptu alla leið, hlauptu alla leið!“. Þegar hann hljóp, dauðþreyttur, en himinlifandi í mark hlupu liðsfélagar hans á móti honum, tóku utan um hann og fögnuðu honum eins og sannri hetju þegar hann kom í mark og hafði tryggt liðinu sigurinn.
Þennan dag, sagði faðirinn í lágum rómi og með tárin í augunum, gáfu drengir þessara beggja liða heiminum eitthvað fallegt, þeir sýndu þarna sannan drengskap og gáfu örlítið meiri trú á mannkynið.
Shay náði ekki að upplifa annað sumar og lést um veturinn en hann gleymdi því aldrei að hafa verið hetja og að hafa gert föður sinn svona hamingjusaman og hann gleymdi heldur aldrei þegar hann kom heim til móður sinnar þar sem hún tók í tárum á móti litlu hetjunni sinni.