Falleg saga um stóra fjölskyldu

Aðstandendur fjölskyldunnar hafa opnað styrktarreikning og biðja um hjálp fyrir stóru fjölskylduna.

Fyrir tæpu 4 og hálfu ári síðan ákvað ung stúlka, Ósk Stefánsdóttir, að flytja til Bandaríkjanna, til að hefja sitt líf með ástinni sinni honum Greg. Ást þeirra bar ávöxt og ári síðar eignuðust þau tvíbura, heilbrigðar og fallegar stelpur, þær Maggie Maríu og Emmu Líf sem nú eru orðnar 3ja ára gamlar.

Eins og svo mörgum öðrum, fannst þeim Ósk og Greg að talan 5 væri frábær og ákváðu þau hjónin að fjölga um einn til viðbótar í fjölskyldunni og fengu þau fljótt að vita að enn eitt kraftaverkið væri á leiðinni í heiminn. Þau voru frá sér numin af gleði eins og vera ber, enda velkomið barn á leiðinni.

14 vikna sónarinn kom þeim þó mjög á óvart. Það var ekki bara eitt lítið kraftaverk á leiðinni og ekki heldur tvö, heldur voru kraftaverkin þrjú og eru þeir þríeggja. Þríburadrengir takk fyrir, svona rétt til þess að hressa upp á karlalið fjölskyldunnar í fótbolta. En eins og allir sem þekkja fjölskyldu Ósk vita, að þar eru karlmenn í miklum minni hluta og því mikið fagnaðar efni að hlutföllin skuli jafnast aðeins. Það vantar þó mikið upp á að kynjahlutföll í stórfjölskyldunni jafnist, enda eru börn systkyna Óskar orðin 9 og allt stelpur.

Í Bandaríkjunum er heilbrigðiskerfið töluvert ólíkt því sem við eigum að venjast hérna heima. Þó svo að okkur þyki við þurfa að greiða háar upphæðir í okkar heilbrigðiskerfi, þá komast þær ekki í hálfkvisti við þann kostnað sem nauðsynlegt er að leggja út í til þess að koma þríburum í heiminn í Bandaríkjunum.

Áætlaður kostnaður við fæðinguna eina og sér og undirbúning hennar er um 2. milljónir íslenskra króna, þá er miðað við að allt gangi vel. Hver sónar kostar 200 þúsund krónur og þar sem þetta eru þríburar (í þremur belgjum), þá telst þetta vera áhættu meðganga. Þar af leiðandi þarf hún að fara nokkrum sinnum í sónar.Þar fyrir utan þarf Greg að taka sér launalaust leyfi eftir fæðinguna til þess að geta verið með fjölskyldunni fyrstu vikurnar, þar sem að ekki er um neitt fæðingarorlof fyrir þau að ræða í því fylki sem þau búa í. Allt þetta þurfa þau að borga úr sínum vasa, því Ósk hefur lítil sem engin réttindi í Bandaríkjunum vegna þess að hún hefur búið þarna skemur en 5 ár.

Hérna á Íslandi þykir okkur sjálfsagt að geta verið heima með börnum í 12 mánuði eftir fæðingu, án þess að hafa of miklar áhyggjur af fjármálunum og mörg okkar eru svo heppin að eiga góða að, til þess að leysa okkur af eina og eina kvöldstund til þess að eyða með makanum í ró og næði.

Það að eignast þríbura er nógu erfitt eitt og sér hérna á Íslandi, þrátt fyrir að vera umkringd þeim sem elska okkur og vilja allt fyrir okkur gera. Það að eignast þríbura, fjarri fjölskyldu og vinum er enn erfiðara. Líka fyrir okkur sem þykir svona óstjórnlega vænt um Ósk og Greg.

Þar sem að við eigum flest erfitt um vik að skjótast til Bandaríkjanna til þess hjálpa til á annan hátt, þá höfum því ákveðið að stofna reikning og safna fé til þess að hjálpa þeim að vinna úr þeim kostnaði sem fylgir því að koma þríburunum í heiminn. Ef þú vilt leggja okkur lið, þá þarftu ekki að gera annað en að leggja inn á reikning. Upphæðin sem slík skiptir ekki máli, því við vitum að ef allir leggja til eitthvað, þá gerir margt smátt, eitt stórt.

Ósk er komin 30 vikur í dag og eftir nokkrar vikur verður hún 5 barna móðir á 3 árum 🙂

Reikningurinn er í nafni Stefáns, sem er faðir Óskar og hann er 0536-04-761334

kt: 071251-2689.

Með fyrirfram þökk fyrir hjálpina.

Fjölskylda og vinir Óskar og Greg.

Greinin var tekin af Facebook síðu þeirra sem má finna hér.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here