Hinn 81 árs gamli Jack flaug þvert yfir landið til að hitta æskuást sína Betty sem hann hafði ekki séð í 62 ár. Eftir að makar þeirra létust fann Jack hana á netinu og þau skiptust á skilaboðum síðan. Jack og Betty ákváðu svo að hittast loksins. Endurfundirnir eru vægast sagt fallegir!

Þegar Jack var spurður hvort æskuástin væri enn jafn falleg sagði hann „Nei hún hefur nú ekkert elst neitt voðalega vel.“ En þau elska hvort annað þrátt fyrir að vera bæði orðin gömul og öðruvísi en þau voru fyrir 62 árum.

SHARE