Fann “dónaber” í garðinum – Jarðaber í laginu eins og typpi

Breskri húsmóður var brugðið þegar hún fann jarðaber í garði sínum. Þetta var ekkert venjulegt jarðaber heldur jarðaber sem var í laginu eins og typpi.

Carol Collen, eiginkona og tveggja barna móðir var að tína ber í garði sínum þegar hún rakst á einstaklega lögulegt jarðaber. Konan var ekki lengi að taka mynd af jarðaberinu og senda vinkonum sínum sem var aldeilis skemmt.

Hún segir: 
“Við gátum ekki hætt að hlæja, en ég verð þó að viðurkenna, það var heldur lítið, það væri frábært ef það yxi aðeins meira.”

Kona með húmorinn í lagi. Hún bætti svo við: “Við munum örugglega fá okkur ís með jarðaberjum í kvöld.”

Það er ekki leiðinlegt að finna eins og eitt eða tvö dónaber í garðinum!

SHARE