Feðgin hlæja í hvert sinn sem sprengja springur

Faðirinn Mohammad býr í Sýrlandi en þar eru sprengjuhljóð daglegt brauð. Það er áreiðanlega mjög erfitt að vera með börn í svona umhverfi og reyna að róa þau niður og venjast því, að þetta sé það sem þau búa við. Mohammed kenndi 4 ára dóttur sinni að þegar þau heyrðu læti, ættu þau að skellihlæja.

Mohammed útskýrði málið fyrir Bored Pands: „Ég ákvað að kenna Salwa þennan leik til að reyna að koma í veg fyrir að andleg heilsa hennar verði fyrir áhrifum á þessum látum. Svo hún fá ekki andlega sjúkdóma út af ótta. Hún er barn sem skilur ekki hvað stríð er.“

SHARE