Fékk ekki að gera bangsa fyrir látna dóttur sína

Sygjandi móðir í Norður Karolínu segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti sín við fyrirtækið Build-A-Bear. Margir hérlendis þekkja Build-A-Bear en þangað getur farið með börnum sínum og búið til sinn eigin bangsa á staðnum. Móðir þessi, Ashley Guevara, missti 6 mánaða gamla dóttur sína, Dahlia, vegna sjaldgæfs erfðagalla.

Fyrir andlát dótturinnar fékk Ashley gjafamiða til að búa til bangsa handa henni og hinni dóttur þeirra líka.

Dahlia var loksins laus af spítalanum og við vorum öll spennt að gera þetta saman,

sagði Ashley.

Dahlia litla lést áður en þær náðu að gera bangsann.

Ashley sendi skilaboðá Facebook til Build-A-Bear stuttu eftir andlátið og spurði hvort hún mætti ekki koma og nota gjafabréf dóttur sinnar til að búa til bangsa, þó barnið hefði fallið frá.

Þetta er svarið sem hún fékk:

Þetta svar frá Build-A-Bear hefur valdið mikilli reiði eins og gefur að skilja. Seinasta sem fréttist af þessu máli var að yfirmaður innan fyrirtækisins hefði haft samband við fjölskylduna og vildi leita sátta og biðjast afsökunar.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here