Fengu lífstíðardóm fyrir morð á barni – Allt verður brjálað í dómsalnum þegar dómur er kveðinn upp

Furðulegt atvik gerðist í dómssal í Charlest0n, Bandaríkjunum þegar dómur var kveðinn upp í máli tveggja kvenna. Konurnar tvær, þær Erica Mae Butts og Shanita Latrice Cunningham voru dæmdar í lífstíðarfangelsi fyrir morð á þriggja ára barni.

Það þurfti að lyfta konunum upp af gólfinu og rúlla þeim út úr réttarsal á skrifborðsstólum. Móðir Ericu var vísað út með afli af starfsfólki en hún öskraði stanslaust til dóttur sinnar: “Stattu upp” og “Ég get ekki skilið barnið mitt eftir svona.”

Konurnar, sem eru elskhugar, eru báðar 25 ára gamlar. Þær voru dæmdar í fangelsi til lífstíðar fyrir hrottalegt morð á þriggja ára gamalli stúlku. Þær lömdu stúlkuna til dauða.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”OAdtNhXmsOk&feature”]

Í dómnum segir að það sé nánast ógerlegt að útskýra með orðum nákvæmlega hvað konurnar gerðu litlu stúlkunni. “Þær lömdu barnið ítrekað með belti og herðatrjám. Þú getur séð örin á líkama barnsins, það var ekki einn staður á líkama barnsins sem ekki var áverki á fyrir utan iljar þess.”

Önnur konan viðurkenndi fyrir lögreglu að hafa lamið barnið með belti fyrir að pissa á gólfið. Útskýringin sem þær gáfu á barsmíðunum var sú að þær hafi ekki haldið að barnið myndi deyja, þær hafi bara verið að refsa henni fyrir að pissa ekki í koppinn sinn. Þegar sjúkrabíll kom á staðinn var stúlkan dáin, þær höfðu komið henni fyrir ofan á klökum í tilraun til að endurlífga hana.

Erica Butts, sagði: “Ég ber ábyrð á ýmsu en ég myndi aldrei drepa hana.”  Hún kallaði svo til ástkonu sinnar: “Ég mun alltaf elska þig sama hvað. Ég vil bara segja að mér þykir þetta svo leitt.”

Lögfræðingar kvennanna sögðu sitthvora söguna, lögfræðingur Ericu sagði að hún hefði látið stjórnast af maka sínum í slæmu ofbeldissambandi meðan lögfræðingur Shanitu sagði að hún hefði átt minni þátt í morðinu. Það þótti þó sannað að konurnar báru báðar jafn mikla ábyrgð á dauða stúlkunnar og fengu þær báðar ævilangan fangelsisdóm.

 

SHARE