Ýmislegt leynist á glamúvef Cosmopolitan annað en klúrar lýsingar af svefnherbergisleikjum og misgáfulegum ráðum til að halda viktinni í skefjum.

Þegar ritstjórn Cosmo er ekki upptekin við að elta uppi stórstjörnur, fjalla um tíu ógerlegar leiðir til að halda í karlmann sem þráir það eitt að vera piparsveinn eða hvernig á að standa á hvolfi í rúminu, skjóta upp kollinum guðdómlegar eldhússögur.

Svo freistandi eru sumar uppskriftirnar að nær ógerlegt er að láta vera að fjalla um uppátækin. Nýverið birtist þannig veigamikil umfjöllun um matreiðslu epla.

JÁ! ÉG SAGÐI EPLI!  

Á vefnum er tekið á hvernig má framreiða epli á misjafna vegu, hola þau og reiða fram sem súpuskálar, tebolla, ídýfudós og svo fram eftir götunum.  Hér er ekki ætlunin að tíunda efni umfjallarinnar, sem má lesa HÉR heldur aðeins að stikla á því helsta:

Nauðsyn er að eiga melónuskeið – til að hreinsa innan úr eplinu sjálfu.

.

Melon-Baller

 

.

1. Hreinsið eplið vandlega að innan; bætið vanillu- eða bananajógúrti í miðjuna – mjúku hnetusmjöri eða jafnvel fljótandi karamellu, hunangi eða hlynsýrópi – dýfið ferskum eplabitum ofan í blönduna og njótið.

.

nrm_1414601402-0y3a7184Ljósmynd: Kathleen Kamphausen fyrir Cosmopolitan 

 .

2. Veldu þér stórt og myndarlegt epli; skerðu af toppinn og holaðu að innan. Notaðu melónuskeiðina til að fjarlægja kjarnann og kruðurnar og fylltu eplið með ylvolgri súpu. Ávöxturinn kælir súpuna hæfilega niður og gefur ljúfan eplakeim en útlitið er einnig forvitnilega framandi og ferskt ásýndar.

.

nrm_1414533609-0y3a7196Ljósmynd: Kathleen Kamphausen fyrir Cosmopolitan  

 .

3. Holaðu eplið eins og áður og skerðu toppinn af; en í stað þess að reiða fram eplið sem súpuskál – skaltu hella ylvolgu kanelte ofan í eplið og reiða fram með kanelstöng. Gættu þín vandlega að fara ekki of djúpt með skeiðinni til að fjarlægja ekki botninn úr eplinu, sem heldur drykknum volgum og vökvanum í eplabollanum. Ef þú hellir sjóðheitu vatni ofan í sjálft eplið, lætur tepokann hvíla ofan í leginum í u.þ.b. 3 mínútur og framreiðir svo, mun heitt vatnið mýkja upp eplið sjálft sem gerir tevatnið sætara og ávaxtakenndara fyrir vikið.

.

nrm_1414534242-0y3a7204Ljósmynd: Kathleen Kamphausen fyrir Cosmopolitan  

.

 4. Epli eru fallegir sprittkertastjakar: Fannst þér gaman að skera út grasker á Hrekkjavöku? Epli má líka nota í útskurð. Með melónuskeiðina að vopni er lítið mál að skera út epli á sama hátt og grasker, en þau eru minni að gerð, þægilegri í hendi og þess utan fáanleg allan ársins hring. Holaðu eplið eins og áður, en notaðu lítinn og handhægan hníf til að skera út skemmtilegt andlit í eplið sjálft – því næst stingur þú sprittkerti ofan í eplið – kveikir á kertinu og setur einfaldlega toppinn á eplinu aftur ofan á útskorið listaverkið. Gullfalleg borðskreyting allt árið um kring og ilmandi ferskt í matarboðinu. 

.

nrm_1414534407-0y3a7409

Ljósmynd: Kathleen Kamphausen fyrir Cosmopolitan

.

Eplapönnukökur eru guðdómlegar: Því ekki að framreiða pönnukökur sem eru trefjaríkar og meinhollar?

  1. Þú þarft hníf til að fjarlægja kjarnann úr eplinu.

  2. Sneiddu nú eplið – kjarnalaust – niður í þunnar sneiðar.

  3. Taktu fram tilbúið pönnukökudeig, pönnu og dýfðu eplinu ofan í deigið.

  4. Bakið pönnukökudeigið á pönnu (sem hefur verið dýft ofan í eplið).

  5. Reiðið fram með hlynsýrópi eða öðru meðlæti að vild.

nrm_1414598559-apple-pancake1 Ljósmynd: Kathleen Kamphausen fyrir Cosmopolitan  

Heimild: Cosmopolitan

12 áhugaverðar staðreyndir um epli

Ostakaka með eplum og karamellusósu

Amerískar pönnukökur – Uppskrift

SHARE