Mayhem er fjögurra ára og þegar hún var orðin þreytt á prinsessukjólunum sínum sem voru keyptir úr búð, fóru hún og mamma hennar að föndra nýja kjóla.

Kjólarnir og önnur föt sem þær búa til eru eingöngu gerð úr föndurpappír, silkipappír, gjafapokum og lími eða límbandi. Þær nota einnig smáhluti sem eru til heima hjá þeim líkt og hálsklút, sólgleraugu eða hatta.

Mamma Mayhem á mestan heiðurinn að kjólunum en Mayhem sér aðallega um að hjálpa til og klæðast þeim. Í ár endurgerðu þær mæðgur nokkra fallega kjóla sem hafa vakið lukku á rauða dreglinum.

SHARE