Fjölskylda Michael hefur lagt fram kæru á HBO

Fjölskylda Michael Jackson hefur verið í baráttuhug síðan heimildarmyndin Leaving Neverland var sýnd á HBO. Þau hafa nú farið í mál við HBO og vilja fá bætur upp á 100 milljónir dollara eða tæpa 12 milljarða.

Sjá einnig: 10 leyndarmál um Jackson fjölskylduna 

Í kærunni er meðal annars talað um trúnaðarbrest af hálfu HBO:

Árið 2005 fór Michael Jackson fyrir réttarhöld þar sem sönnunargögn voru flutt fyrir framan dómara og kviðdóm og hlýtt var á báðar hliðar málsins. Hann var fundinn saklaus af kviðdómnum. Tíu árum eftir andlát Michael er fólk enn að reyna að hagnast á velgengni hans. Hann er auðvelt skotmark þar sem hann er ekki hér til að verja sig og það er ekkert í lögum sem ver hinn látna fyrir ærumeiðingum, alveg sama hversu alvarlegar þær eru. Það má vera að Michael hafi ekki lifað sínu lífi eins og allir hinir en það er ekki glæpur að vera sérvitur snillingur.

Í kærunni stendur líka að Wade Robson og James Safechuck, sem sökuðu Michael um að hafa misnotað sig, séu sekir um falskan vitnisburð:

Það eru óteljandi gloppur í frásögnum hans. Þeir líta á Michael, sem þeir litu á sem fyrirmynd sem hefði aldrei gert þeim neitt, sem lottóvinning sem þeir vilja leysa út eftir dauða Michael. Þeir sögðu aldrei neitt um þetta á meðan Michael var á lífi því þeir vissu að Michael myndi láta þá svara fyrir þessar ærumeiðingar fyrir rétti.

Einnig er sagt að Dan Reed, framleiðandi heimildarmyndarinnar, hafi ekki viljað tala við neinn sem hefði talað máli Michael. HBO vildi ekki tala við börn Michael, þau Paris, Prince og Michael Jr sem vildu hitta hann til að ræða heimildarmyndina.

Hin raunverulegu fórnarlömb í þessu máli eru erfingjar Michael sem þurfa að sitja undir ásökunum á föður sinn, 10 árum eftir andlát hans og hann hefur ekki færi á að svara fyrir sig.

Sjá einnig: Paris Jackson edrú

SHARE