Fleiri en 300 hafa sótt um starf á Lemon – Áheyrnarprufur á Öskudaginn

Sælkerasamloku og safastaðurinn Lemon opnar í mars og s.l. laugardag var auglýst eftir fáranlega hressu starfsfólki á aldrinum 18-35 ára með ótrúlega útgeislun til að vinna á skemmtilegasta heilsubar landsins og síðan þá hafa rúmlega 300 manns sótt um vinnu!

„Viðbrögðin koma okkur, meðeiganda mínum, Jóni Arnari Guðbrandssyni, skemmtilega á óvart og er þetta framar öllum væntingum og við gríðarlega þakklátir fyrir þessi ótrúlegu viðbrögð við Lemon. Í tilefni af þessum viðtökum höfum við ákveðið að bjóða öllum sem hafa sótt um starf að mæta í áheyrnarprufur miðvikudaginn 13.febrúar því við viljum hitta allt þetta frábæra fólk. Það stefnir því í mikið fjör á Öskudaginn á Lemon. Haft verður samband við alla sem sóttu um…og já, það er ennþá hægt að sækja með því að senda ferilskrá á brostu@lemon.is,“ segir Jón Gunnar Geirdal en hann er annar tveggja eigenda Lemon.

Lemon gerir ferskan og hollan mat sem unninn er úr besta mögulega hráefninu hverju sinni. Lemon verður með grillaðar sælkerasamlokur, safaríka hollustudjúsa & smoothies, gómsæt salöt ofl góðgæti úr framandi hráefnum sem trylla bragðlaukana. Lemon býður eingöngu upp á ferska vöru matreidda á staðnum, framreidda í einstöku umhverfi.

Lemon verður opinn frá 7 á morgnana til 20 á kvöldin.

DJ Margeir sér um tónlist staðarins og parið Hálfdán Pedersen og Sara Jónsdóttir sér um hönnun hans, en þau hönnuðu meðal annars Geysisbúðirnar og KEX Hostel. Fyrirmyndir Lemon eru staðir eins og Joe & the Juice, sem er geysivinsæll í Danmörku, og Pret A Manger, sem er stærsti skyndibitasali í Bretlandi.

Eitt af gildum Lemon er að við borgum ekki eins lág laun og við komumst upp með, heldur eins góð og við getum.

www.lemon.is
http://www.facebook.com/LemonIceland
#LemonIceland

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here