Flóamarkaður hefur göngu sína – Nýr Vefur

Mikið er að gerast á netinu þessa dagana og margt spennandi að skjóta upp kollinum. Vefsíðan Flóamarkaður.is var opnuð á dögunum og vakti athygli okkar.

Í fljótu bragði virðist um smáauglýsingavef að ræða en auglýsingarnar eru settar upp í anda Pinterest.

Við spurðum Gunnar Þorfinnson, framkvæmdastjóra síðunnar út í nýja vefinn;

Flóamarkaður.is er vefur í anda Pinterest, þar sem myndir skipta sköpun í því að koma hlutunum frá sér. Það er markmið aðstandenda vefsíðunnar að veita ókeypis skráningu fyrir alla sem vilja selja, kaupa eða gefa allt á milli himins og jarðar.

[quote]Vefurinn verður alltaf án gjalda[/quote]

Vefurinn verður alltaf án gjalda, það er heildar hugmyndin að vefnum. Myndir selja og því ákváðum við að fara þessa leið. Rekstrartekjur vefsins verða í formi auglýsinga þegar fram líða stundir, en þó með þeim hætti að þær trufla ekki notendur.

Allir sem eru með Facebook prófíl geta skráð sig inn, þetta er gert til þess að forðast gervinotendur og tryggja þar sem öryggi á milli sölu aðila en þá veist þú hvern þú ert að skipta við.

Við hjá Hún.is hlökkum til að fylgjast með þessum stórsniðuga vef.

600x80

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here