Þessi mamma er ekki hrædd við að gera hlutina á sínum eigin forsendum. Hún heitir Sarah Schmid og er sex barna móðir. Hún er með sína eigin Youtube rás þar sem hún leyfir fólki að fylgjast með því hvernig hún elur sín börn upp. Hún lætur ekki bólusetja börnin sín, er með börnin lengi á brjósti og leyfir börnunum að sofa uppí.

Í þessu myndbandi sýnir Sarah frá því þegar hún kom fimmta barni sínu í heiminn. Hún sýnir það að hún getur alveg tekið á móti sínu eigin barni og þarf enga hjálp.

Það er vissara að taka það fram að þetta myndband er ekki fyrir viðkvæmar sálir.

SHARE