Þegar við hugsum um dýragarða, hugsum við flest um villt dýr sem er búið að safna saman á einn stað og fólk getur farið að skoða þau sér til skemmtunar og fróðleiks jafnvel. Við fáum að sjá hvernig dýrin haga sér og lifa og mörgum þykir framandi að fá að sjá líferni dýranna.
Dýragarðar hafa ekki bara verið fullir af dýrum, ótrúlegt en satt. Fyrir mörgum áratugum voru til dýragarðar sem höfðu líka manneskjur til sýnis. Þessi hræðilegu garðar tóku nokkra ættbálka fólks höndum til að vera til sýnis fyrir almenning.
Þetta er eiginlega það viðbjóðslegt að maður getur ekki ímyndað sér hvernig fólk gat réttlætt þetta fyrir sér. Þó þetta hafi verið í gamla daga.
1. Fólk úr ættflokknum Selk´Nam var til sýnis á meðan þau voru flutt til Evrópu.
2. Carl Hagenbeck, var maðurinn sem fann fyrstur upp á þessu athæfi. Hann tók 11 meðlimi Selk´Nam hödnum og hafði þá lokaða í búrum.
3. Þessi hræðilega mynd sýnir litla afríska stúlku sem var til sýnis í manneskju„dýragarði“ í Brussel í Belgíu árið 1958.
4. Ota Benga, frá Kongó, var haldið í Bronx dýragarðinum og fólk myndaði hann í bak og þar sem hann var látinn halda á apa.
5. Manna„dýragarður“ í París sem hét Jardin d’Agronomie Tropicale.
6. Jardin var starfandi í aðeins 6 mánuði, en yfir milljón manns heimsóttu garðinn á þeim tíma.
7. Í þessum garði voru heilu þorpin byggð til að líkja eftir lífi frumbyggja. Þorpin og fólkið, sem var haldið þar gegn vilja sínum, var til sýnis fyrir fólk.
8. Árið 2006 var garðurinn opnaður aftur sem almenningsgarður. Þjóðin var hinsvegar ekki hrifið af þessum part sögu sinnar og voru því afar fáir sem komu í garðinn til að heimsækja hann.
9. Þetta er Sarah Baartman sem var til sýnis í níðþröngum fötum. Eftir andlát hennar var líkami hennar til sýnis í Paris Museum of Mankind til ársins 2002, en þá bað Nelson Mandela um að líkami hennar yrði tekinn af safninu.
10. Móðir og barn til sýnis í „Negro Village“ í Þýskalandi.
11. Þessi mynd er einnig tekin í „Negro Village“ og sýnir hversu ómanneskjulegt þetta var allt saman. Þeldökk kona með barn sitt og hvíta fólkið hangir á grindverkinu að skoða þær.
12. Að „sýna“ fólk frá Afríku og Asíu varð mjög algengt á þessum tíma.
13. Árið 1931 voru frumbyggjar til sýnis í Parisian World Fair