Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Kristni Erni Viðarssyni, 28 ára. Talið er að hann sé klæddur í kóngabláa úlpu, þykkri og nær hún niður fyrir mitti, dökkar buxur, þykkri rauðri lopapeysu, brúnum skóm uppháum, appelsíngul húfa.

Kristinn, sem er grannvaxinn með skegg, vel snyrt og 180 cm á hæð,  ljós skollitað hár. Síðast er vitað um ferðir hans í Hafnarfirði seinni part mánudags. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Kristins eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.

Lögreglan og björgunarsveitir hafa verið að leita Kristins í nótt án árangurs.

Á sjöunda tug björgunarsveitamanna af höfuðborgarsvæðinu leita nú Kristins Viðarssonar í og við Hafnarfjörð. Lögreglan lýsti eftir Kristni þegar hann skilaði sér ekki heim eftir gönguferð síðdegis í gær. Björgunarsveitir voru kallaðar út klukkan 01:45 og hafa leitað með gönguhópum, á reiðhjólum, fjórhjólum og leitarhundum en án árangurs, segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.

SHARE