Fór í magabandsaðgerð aðeins 13 ára – Sér eftir aðgerðinni

Emrah Mevsimler fór í magabandsaðgerð, þegar hann var 13 ára. Nú, fimm árum síðar óskar hann þess að hann  hefði ekki gert það.  

 

Margir telja að lyf eða skurðaðgerð sé fljótlegasta og besta aðferðin til að ná af sér aukaþyngd. Og það var einmitt það sem drengurinn Emrah Mevsimler hélt þegar hann linnti ekki látum fyrr en móðir hans leyfði honum að fara í aðgerð. Aðgerðin er í því fólgin að einskonar band (gastric band) er sett á magann rétt fyrir neðan magaopið og takmarkar það rennsli matarins inn í magann. Vanlíðan hans var svo mikil vegna offitunnar að hann hafði gert tilraun til að stytta sér aldur. Nú er líðan hans þannig að hann gerir allt hvað hann getur til að komast í aðra aðgerð til að láta fjarlægja bandið.  Ekki hafði verið gerð magabandsaðgerð á neinum í Bretlandi eins ungum og Emrah var þegar aðgerðin var framkvæmd. Hann hafði lent í mjög alvarlegu einelti vegna þyngdarinnar og reyndi sjálfsvíg. Móðir hans háði líka harða baráttu við þyngdina og fékk einu sinni nafnbótina: „Feitasta kona Bretlands“

Emrah starfar í dag með fötluðum börnum. Hann hefur lifað við stöðugar kvalir frá því aðgerðin var gerð þegar hann var 13 ára og var þá 117kg. Þegar aðgerðin var framkvæmd var mikið um hana talað í fjölmiðlum. Emrah berst nú fyrir því að svona aðgerðir á börnum verði bannaðar. Hann segir að þær séu  ekki svarið við yfirþyngd barna.

Á síðast ári voru magabandsaðgerðir framkvæmdar á 20 börnum á opinberum sjúkrahúsum í Bretlandi og þar fyrir utan er talið að fjöldi foreldra fari með börnin sín á einkastofur og greiði þar offjár fyrir aðgerðir.  Margir fara erlendis eins og Emrah sem fór í aðgerðina til Belgíu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) varar við að læknar séu að gera magabandsaðgerðir á börnum sem ekki eru enn búin að taka úr líkamsþroskann.

Emrah varar unglinga við svona aðgerðum og að þeir ættu að passa sig á að fara ekki sömu leið og hann fór. Maður ætti og verður að æfa líkamann daglega og það væri líka gott að fá fræðslu í skólanum hvernig mat maður á að borða, segir hann.

Hér getur þú séð myndband af magabandsaðgerð.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”V2oiFepoqxI”]

 

 

Af þessari frásögu ættum við að læra að það skiptir öllu máli að kenna börnum og fullorðnum að lifa heilbrigðu lífi, hreyfa sig daglega, borða hollan mat og mátulega mikið af honum.  Skyndilausnir duga ekki.      

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here