Fór til Gambíu og var bitin af flugu sem lifir á mannaholdi – Var full af ormum

Catherine Stewart frá Liverpool fór til Gambíu til að sjá með eigin augum hjálparstarfið sem samtök sem hún vinnur fyrir reka þar. Þegar hún var komin heim aftur tók hún eftir nokkrum bitum um líkamann en hafði engar áhyggjur af þeim fyrr en hún tók eftir litabreytingum sem urðu á þeim og þá hætti henni að standa á sama.  Hún kreisti eitt af bitunum og út kom sprelllifandi ormur.

Hún fór strax á næsta spítala til að fá hjálp. Við rannsókn kom í ljós að tumbu flugan sem herjar á fólk í hitabeltinu (verpir í rakan fatnað) hafði komist í líkama hennar og þegar lirfurnar skríða úr eggjunum éta þær hold manna.   

Catherine naut heimsóknarinnar til Gambíu og hafði ekki hugmynd um hættuna sem stafar að raka í fatnaði og rökum handklæðum. Sérfæðingar segja að það sé alveg nauðsynlegt að þurrka allan klæðnað vel því að flugan verpir í rakan þvott af öllu tagi.

Tumbu flugan er landlæg í hitabeltinu öllu og lirfur hennar lifa á mannaholdi. Kvenflugan verpir í rakan fatnað eða handklæði og þegar eggin komast að húð manna bora þau sig í gegn. Mikilvægt er að þurrka fatnaðinn vel og þegar föt eru þurrkurð úti þarf að strauja þau því að hitinn drepur eggin. Þegar eggin hafa verið í holdinu tvo til þrjá daga klekjast þau út. Lirfurnar éta mikið og þurfa líka að anda svo að þær teygja sig út til þess. Fólk reynir að kreista ormana út en það er í raun líka hættulegt því að hluti af þeim getur orðið eftir og valdið sýkingu. Best er að bera vaselín á opin því að þá fær lirfan ekki loft.

Svæðið umhverfis öndunarop lirfanna getur orðið mjög sárt og viðkvæmt því að hún étur holdið umhverfis sárið til að ná til sín lofti.

Þó að Catherine hafi lent í þessu  ætlar hún aftur til Gambíu. „Hjálparstarfið sem ég tek þátt í skiptir mjög miklu máli og ekkert- ekki einu sinni „tumbu-flugu-mannætur“ munu fæla mig frá því“, segir hún.

 

 

 

SHARE