Föt fyrir skólann á frábæru verði

Ég er alls ekki þekkt fyrir að vera mjög öflug í því að versla. Fyrir mér yrði líf mitt að minnsta kosti 5% hamingjuríkara ef ég gæti fengið einhvern til þess að sjá um allt sem við kemur verslunum það fyrir mig, það sem eftir er. Ekki misskilja mig, ég ELSKA að fá nýja hluti, hvort sem það eru föt, snyrtivörur, raftæki eða hvað sem það er. Ég er alltaf svo glöð með nýja hluti. Það er þessi verknaður AÐ FARA Í BÚÐIR sem vefst eitthvað fyrir mér…. Já ég er furðuleg!

Ástæðan fyrir því að ég er að segja ykkur frá þessu er að nú fara skólarnir að byrja og þá þarf að fara í hinar ýmsu verslanir til að undirbúa skólagöngu afkvæmanna og þessi tími árs er mörgum foreldrum mikill höfuðverkur. Mikil peningaútgjöld fylgja þessu gjarnan og við, þetta venjulega fólk, sem þarf að borga meirihluta launa sinna í reikninga í hverjum mánuði, finnur alveg fyrir þessu.

Ég fór galvösk í smá verslunarferð með dótturinni í vikunni, staðráðin í því að vera þolinmóð og týna ekki gleðinni á milli rekkanna í búðinni og enda þessa ferð ekki á því að vera orðin snarvitlaus, með pirrað barn og þá hugsun í kollinum að ég væri búin að eyða ALLTOF miklum peningum.

Ég fór í nokkrar búðir og skoðaði boli, peysur og buxur og lét stelpuna mína máta heila glás. Hún hafði verið mjög spennt að fá að fara í verslunarleiðangur en var fljót að fá nóg af því að klæða sig í og úr til skiptis (kannski nokkuð lík mömmunni sinni?)

Við ákváðum að kíkja í Holtagarða í stóru Hagkaupsverslunina þar sem allt fæst og þá varð litla sparsama mamman ofsalega glöð. Þvílík gleði.

Það er semsagt Outlet í Hagkaupum í Holtagörðum. Já ég sagði það! Ég veit að margir eru að tæma vasana þessa dagana vegna allskyns útgjalda og þess vegna fannst mér ég verða að deila þessu með ykkur.

20150821_134206

 

Þarna eru föt, skór og fleira og ekkert kostar meira en 8000

20150821_134251

 

Stígvél, strigaskór, kuldaskór og inniskór á klink

20150821_134316

 

Útigallar, hlífðarföt og hverskyns fatnaður fyrir börn á öllum aldri og fullorðna líka

20150821_134407

 

20150821_134358

 

20150821_134420

 

Ég mæli eindregið með því að þið kíkið á þessi föt og trúið mér, ég er ekki að fá borgað fyrir að segja frá þessu 🙂

20150821_134853

Allt er mjög einfaldlega sett upp og verðin eru bara eftir litum

Það eru líka seld handklæði og fleiri vörur fyrir heimilið þarna á lítinn pening.

20150821_134843

 

20150821_134729

 

20150821_134651

 

20150821_134443

SHARE