Nú er laugardagur og því tilvalið að gera sér glaðan dag og skella í einn kokteil. Þessi er góður og veldur þér líklega ekki vonbrigðum. Hér er það sem þú þarft í drykkinn:

6 ísmolar

6 cl. Vodka
Safi úr 1 lime
1 tsk flórsykur
Sódavatn
Lime eða Sítrónusneið (til að skreyta, ekki nauðsynlegt)
Kokteil kirsuber (til að skreyta, ekki nauðsynlegt)

Settu helming klakanna í kokteilhristarann og bættu Vodka, lime djúsinu og flórsykrinum við. Hristu vel, síaðu drykkinn í stórt glas og bættu svo afganginum af klökunum við og toppaðu drykkinn með sóda vatninu. Þú getur svo skreytt drykkinn með lime eða sítrónusneiðinni og kokteil kirsuberinu. Það er svo auðvitað hægt að stækka uppskriftina að vild bara svo lengi sem hlutföllin haldast eins.

Nú er bara að njóta drykksins og kvöldsins!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here