Fræga fólkið myndast ekki alltaf vel – Myndir

Öll eigum við okkar slæmu daga og það eru alveg örugglega til slæmar myndir af öllum. Fræga fólkið er ekkert öðruvísi en við að því leiti þó að þau séu oftast með stílista, hárgreiðslufólk og förðunarfræðinga sér til halds og trausts.. eða þannig! hér eru nokkrar myndir sem gætu talist “slæmar” af stjörnunum, þó svo að þær séu kannski ekki hræðilegar þá eru þær í það minnsta verri en myndirnar af þeim á rauða dreglinum. Við eigum öll okkar daga og það nennir enginn ALLTAF að hafa sig til.

#1 Kelly Osbourne

Kelly Osbourne hefur verið dugleg að setja út á annað fólk, hvort sem það er útlit þeirra eða þyngd. Hún er svo sannarlega ekki fullkomin sjálf eins og nokkur annar.

#2 Mila Kunis

Mila er ótrúlega sæt. Hér hefur einhver tekið nærmynd af henni og birt. Professional myndavélar fela ekki neitt og þær sjá meira að segja það sem augað sér ekki.

# 3 Kelis

Gulltennur eru ekki alltaf málið.

# 4 Jessica Alba

Jessica Alba er alltaf sæt. Þessi mynd var bara tekin á óheppilegum tíma fyrir hana. Það er gaman að velta því fyrir sér hvernig maður liti út ef Hollywood bjútí tímið væri alltaf mætt á svæðið til manns á morgnanna og gerði mann fínan.  Jessica er bara venjuleg kona eins og við en hún er samt sykursæt, þó þessi óprúttni ljósmyndari hafi valið að birta þessa mynd af henni.

# 5 Nicole Kidman

Kannski ekki besta myndin af Nicole, enn og aftur.. allir geta myndast illa.

# 6 George Clooney

Þessi hjartaknúsari gerir að gamni sínu og það næst stundum á mynd.

# 7 Madonna

Mjög lág fituprósenta getur verið eitthvað sem fólk montar sig af. En þetta getur haft áhrif á útlitið og sérstaklega þegar við eldumst. Stundum er allt í lagi að hafa smá fitu utan á sér. Án förðunar og bjútísnillinganna í Hollywood er erfitt að sjá á þessari mynd að þetta sé í raun Madonna.

# 8 Kate Moss

Kate Moss er oft talin ein fegursta kona heims.. hún á sína daga eins og við.

# 9 Katie Holmes

Katie er ekkert voðalega hress þarna.

# 10 Natalie Portman

Natalie Portman er glæsileg. Það fer henni eiginlega best að vera lítið förðuð en þarna er förðunin ekki upp á marga fiska.

# 11 Lindsay Lohan

Þrjú orð: Eiturlyf eru slæm.

# 12 Iggy Pop

Ljótasta gretta sem til er? hann er amk ekki svona ófríður þegar hann grettir sig ekki.

# 13 Lil’ Wayne

Lil’ Wayne myndi líklega seint fara á lista yfir fallegasta fólk í heimi en hvað er hann að gera á þessari mynd, er hann að fara að gráta eða hnerra? hann er samt flottur strákur, sama hversu illa hann myndast.

# 14 Kim Kardashian

Það lítur enginn vel út þegar hann grætur, ekki einu sinni Kim Kardashian, ein fallegasta kona í heimi.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here