Leikkonan Kate Winslet segir að frægð hennar í Hollywood sé besta hefndin fyrir það að henni var strítt þegar hún var barn. „Þetta er mín hefnd, nákvæmlega þarna. Þessi dásamlegi fram sem ég er svo heppin að hafa átt,“ sagði Kate í Today. Kate segir að hún hafi orðið fyrir mikilli stríðni þegar hún var í skóla fyrir að vera of þung og að hafa áhuga á leiklist. „Það voru stelpur í kringum mig sem voru afbrýðissamar út í mig fyrir að ég var að leika þegar ég var táningur,“ sagði Kate.

 

Sjá einnig: Kate Winslet grætur gleðitárum fyrir Leo vin sinn

Kate hefur nóg að gera og segist vera mjög hamingjusöm. „Núna hugsa ég bara „sjáið mig núna stelpur!, því ég á svo gott líf.“

 

SHARE