Frank Ocean kominn til landsins? – Birtir mynd af sér við Svartafoss

Tónlistarmaðurinn Frank Ocean gæti verið hér á landi ef marka má nýja mynd sem hann birti á Facebook síðu sinni. Myndina á Facebook síðu hans getur þú séð hér.  Það gæti líka verið að hann sé einfaldlega spenntur fyrir komu sinni til landsins og birti því mynd af sér (eða einhverjum öðrum) við Svartafoss. Hvað heldur þú?

Frank mun halda tónleika hér á landi í Laugardalshöllinni þann 16.júlí. Frank er á lista Time tímaritsins yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims og hann hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir tónlist sína. Lög sem þú gætir kannast við eftir söngvarann eru til dæmis lag sem mikið er í spilun um þessar mundir, Super rich kids, lost og thinkin about you.

Það gæti vel verið að ÞÚ rekist á Frank Ocean áður en hann heldur tónleika sína hér og ef þú verður heppin/n endilega sendu okkur mynd!

SHARE