Dröfn Vilhjálmsdóttir heldur úti blogginu eldhussogur.com þar sem hún birtir allskonar ómótstæðilegar uppskriftir. Þessi uppskrift er ein af hennar allra vinsælustu og við höfum fengið góðfúslegt leyfi til að birta nokkrar vel valdar á Hún.is. Ef þú vilt fylgjast með Dröfn á Facebook getur þú nálgast síðuna hér.


Uppskrift

 • 190 gr sigtað hveiti
 • 1/4 tsk salt
 • 3 egg
 • 360 ml mjólk
 • 45 gr smjör, brætt
 • Nutella
 • Vel þroskaðir bananar.

  Skerið banana í sneiðar. Sigtið hveitið. Þeytið saman egg og hveiti, bætið smám saman mjólkinni við og að lokum bræddu smjör og salti. Þeytið vel.

  Setjið örþunnt lag af deiginu á pönnu og steikið, snúið pönnukökunni við, bíðið í ca. 30 sekúndur, brjótið pönnukökuna í tvennt. Smyrjið Nutella á pönnukökuna og dreifið banönum yfir. Það þarf að hafa frekar hröð handtök. Brjótið svo pönnukökuna aftur saman, og steikið í skamma stund á hvorri hlið til að Nutella og bananar bráðni vel saman.

  Berið fram pönnukökurnar sjóðheitar og ekki er verra að bera þær fram með vanilluískúlu og/eða þeyttum rjóma.

SHARE