Freddie Mercury missti fót áður en hann lést

Eins og flestir vita var söngvari Queen, Freddie Mercury, greindur með eyðni árið 1980 en hann lést árið 1991. Almenningur fékk ekki að vita af veikindum Freddie fyrr en 24 tímum fyrir andlát hans. Hann lést úr lungnabólgu, sem tengd var veikindum hans.

Eins og fyrr segir hélt Freddie veikindum sínum leyndum lengi vel en marga var farið að gruna hvað væri í gangi. Það var svo ekki fyrr en eftir andlátið sem Brian May sagði frá því hvað Freddie hafði gengið í gegnum. Árið 2017 viðurkenndi Brian að Freddie hefði misst megnið af öðrum fæti sínum í veikindunum. Í samtali við The Sunday Times sagði hann: „Það var mikið vandamál með annan fótinn hans en það var ekki mikið eftir af honum. Einu sinni sýndi hann okkur fótinn í kvöldverðarboði og bað mig svo afsökunar á því að hafa gert það. Ég svaraði því með því að segja „Ég er ekki í uppnámi, nema bara af því að ég sé hvað þú hefur upplifað hræðilegan sársauka““

Brian sagði líka að Freddie hefði örugglega lifað af hann hefði fengið lyfin sem komu á markað stuttu eftir að hann lést. „Það munaði bara nokkrum mánuðum. Ef hann hefði veikst aðeins seinna væri hann örugglega enn á meðal okkar, ég er viss um það,“ sagði Brian. „Hmm. Maður má ekki hugsa „Hvað ef?“ er það nokkuð? Maður má eiginlega ekki fara þangað því þá klikkast maður bara“.

Í seinasta skipti sem Freddie kom fram í tónlistarmyndbandi, var við lagið These Are The Days Of Our Lives í maí 1991. Þar sést að hann er veikur og lasburða en það er ekki hægt að sjá að fóturinn sé ekki í lagi.

SHARE