Friðar og heilunargarðar settir upp í öllum landshlutum

Friðarsinnarnir Jesse-Blue Forrest og Sandra Moon Dancer verða með Friðarathöfn við Friðarsúluna í Viðey laugardaginn 31. ágúst nk. Þau eru stödd hér á landi til þess að setja upp Friðar- og heilunargarða í öllum landshlutum en ferðalagið hefst í Viðey.

Þau Jesse og Sandra hafa frá unga aldri barist fyrir jafnrétti og friði. Jesse er Cherokee indjáni og stofnandi White Roots of Peace og Sandra er heilari og svokallaður Shaman og stofnandi Centre of Circle Wisdom.

Heilunargarðarnir sem líka eru kallaðir “Medicine Wheel” eru eins og nafnið gefur til kynna garðar hlaðnir úr steinum. Nokkurskonar vörður eða kennileiti sem verða staðsettar á 5 mismunandi stöðum á landinu, í suðri, austri, vestri, norðri og fyrir miðju. Í Vík í Mýrdal verður sá fyrsti settur upp eða þann 28. júlí, á Borgarfirði Eystri 31. júlí, á Akureyri 1. ágúst, á Snæfellsnesi þann 3. ágúst og að lokum í Kerlingarfjöllum dagana 6. og 7. ágúst nk. Á þessum 5 stöðum verða garðarnir í flestum tilfellum hlaðnir en allir verða þeir virkjaðir með hátíðarathöfn sem Jesse og Sandra munu leiða.

Þessi athöfn hefur varðveist á meðal frumbyggja í Norður Ameríku í árþúsundir og tilgangurinn er að vinna að heilun jarðarinnar. En líka til að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi þess að lifa í sátt og samlyndi við móður jörð og hvort annað með því að sýna samstöðu og kærleika. Viðbrögð margra þjóða við blóðsúthellingunum á Gaza svæðinu um þessar mundir eru til marks um þessa samstöðu og kærleika sem býr innra með hverri einustu manneskju.

Þið sem viljið kynna ykkur nánar heilunargarða þessa er bent á að fara á heimasíðu Jesse-Blue Forrest
og á heimasíðu Heilsumeistaraskólans sem hefur verið að aðstoða við þetta verkefni.

 

SHARE