„Upphafið að framleiðslu púðanna er að samstarfskonu mína langaði í púða með mynd og sagðist helst vilja eiga mynd eftir mig. Hún var búin að nefna þetta nokkrum sinnum þegar ég fór loksins af stað fyrir alvöru að kanna hvar og hvernig og allt það, þetta væri mögulegt.”

.

1507183_346954072154690_7785511477577990035_n

10806407_346954082154689_3601756525584957717_n

.

Rammíslenskt framleiðsla sem endurspeglar fjöruga fuglaflóru landsins

Þessu svarar Ásta Magnúsdóttir, áhugaljósmyndari, náttúruunnandi og vöruhönnuður en hún hratt nýverið af stað skemmtilega skapandi framleiðslu á ljósmyndapúðum sem eru sterkur óður til fuglaflóru Íslands. Púðana lætur Ásta prenta hérlendis og framleiðslan er því rammíslensk.

.

1507578_345556885627742_1694165292017064585_n

13994_345556888961075_4204930619909268461_n

.

Tómstundagaman sem snerist upp í gullfallega hönnun

Ekki nóg með það, heldur er framleiðsluferlið allt í höndum kvenna og því óhætt að segja að Ásta hafi fyrir hálfgerðan misgáning hrundið atvinnuskapandi tækifæri úr vör eftir að hafa orðið við einlægri beiðni vinkonu sem langaði í púða með ljósmynd af fugli mitt í náttúru Íslands. „Ég vildi helst láta gera þetta á Íslandi, jafnvel þó það yrði dýrara og að lokum fann ég Urðarprent á Húsavík sem vildi prenta fyrir mig og fannst mér skemmtilegast þegar ég komst að því að það fyrirtæki reka konur.”

.

10171876_346954118821352_6435880570093348628_n

10553618_346954162154681_3417135927057243477_n

.

Tekur líka myndir af íslenskum skordýrum með makrólinsu

Allar ljósmyndirnar eru verk Ástu sjálfrar en þær hefur hún tekið ferðalagi hennar um íslenska náttúru í frístundum sínum. Vopnuð linsunni og hlýjum klæðnaði hefur hún um langt skeið myndað íslenska náttúru og veitti HÚN þannig viðtal síðasta sumar þar sem allsérstæðar nærmyndir Ástu af íslensku skordýralífi bar upp.

.

10540377_345556928961071_1734497584085092696_n

10410262_345556925627738_1880079244052772663_n

.

Spói, Lóa, Rjúpa, Þröstur, Lómur, Hrossagaukur …

„Allir fuglarnir á púðunum eru það sem við köllum íslenskir, spói, rjúpa, þröstur, lómur, hrossagaukur og þar fram eftir götunum og að sjálfsögðu eru allar myndirnar teknar á Íslandi af sjálfri Ástu Magg. Einstaka fugla er þó hægt að kalla flækinga eins og t.d. silkitoppuna en hún kemur orðið nánast árlega til Íslands.”
.

10375052_346606408856123_3104511220219238769_n

11049_346606412189456_168724385546480220_n

.

Ætlaði að mynda kirkjur en fögur fuglaflóran fangaði athyglina

Í upphafi hafði Ásta brennandi áhuga á ljósmyndun og framhaldið kom af sjálfu sér: „Það var fyrir algera slysni að ég byrjaði að taka fuglamyndir, sennilega árið 2009. Ég var stödd í Hveragerði að mynda kirkjuna og sá þá lítinn fallegan fugl með rauðan koll í tré skammt við mig og náði að fanga hann á mynd. Þá var ekki aftur snúið og síðan þá hefur mátt finna mig liggjandi útí móa að eltast við lóur eða jaðrakan eða einhversstaðar á milli grenitrjáa í leit að glókollum eða þröstum.”

.

10731184_345875012262596_2609929843728247278_n

10172738_345875018929262_8667096841417454018_n

.

Ekkert má út af bera við dýralífstökur

„Fuglaljósmyndun er oft á tíðum mikil þolinmæðisvinna og margt sem þarf að huga að, það er ekki bara að vaða út í móa og smella af heldur þarf maður að gæta að fuglinum líka eins og t.d. að styggja hann ekki (hann er jú myndefnið og hvað er þá eftir ef hann flýgur burt), fæla hann ekki í burtu frá eggjum eða ungum sem geta þá ýmist kólnað eða orðið öðrum fuglum að bráð og margvísleg atriði í þessa áttina.  Þá er linsubúnaður nokkuð mikilvægur og afsannast þar hin fræga kenning um að stærðin skipti ekki máli.”

Viðtökur púðanna hafa farið fram úr björtustu vonum að sögn Ástu, sem selur púðana gegnum Facebook og eru byrjaðar að koma pantanir erlendis frá og segir Ásta að til standi að setja upp aðra síðu á ensku.

.

16418_345874915595939_4296096858274886075_n

.

Gjafaleikur HÚN og Fuglapúða Ástu

Við á Hún.is ætlum, ásamt Fuglapúðum Ástu að gefa heppnum vini einn sérvalinn fuglapúða úr línu Ástu. Það eina sem þú þarft að gera er að skrifa JÁ TAKK hér undir þessa grein, og að sjálfsögðu líka við HÚN og Fuglapúða Ástu á Facebook.

Við drögum út einn stálheppinn lesanda þriðjudaginn 2 desember!

SHARE