
Til eru óteljandi sveppategundir en þessi sveppur slær líklegast öll met í furðulegheitum.
Sveppurinn er kallaður fingur djöfulsins, en heitir á fræðimáli Clathrus archeri. Hann vex á Nýja Sjálandi, í Tasmaníu og Ástralíu og er vægast sagt einkennilegur í útliti.
Sjá einnig: Hvað er og hvernig virkar pensilín?
Flestir sveppir vaxa upp úr jörðinni en þessi virðist vera eins og egg sem er að klekjast út úr sekki og úr honum koma 4 til 7 rauðir angar. Þegar hann er fullþroskaður lyktar hann eins og rotið hold.
Sjá einnig: Missti augað eftir svepp sem komst í augað með einnota linsum
Ófrýnileg sjón: Sveppurin lítur út eins og egg sem er við það að klekjast út og úr honum vaxa 4-7 rauðir angar, sem hefur orðið til þess að hann hefur hlotið nafnið fingur djöfulsins eða devil´s fingers.
Sjá einnig: 10 ógeðslegir hlutir sem fólk borðar
Þegar sveppurinn er fullþroskaður gefur hann frá sér fnyk sem líkist rotnandi holdi og mun það vera mjög aðlaðandi fyrir flugur.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.