Furðulegasti sveppur veraldar!

Til eru óteljandi sveppategundir en þessi sveppur slær líklegast öll met í furðulegheitum.

Sveppurinn er kallaður fingur djöfulsins, en heitir á fræðimáli Clathrus archeri. Hann vex á Nýja Sjálandi, í Tasmaníu og Ástralíu og er vægast sagt einkennilegur í útliti.

Sjá einnig: Hvað er og hvernig virkar pensilín?

Flestir sveppir vaxa upp úr jörðinni en þessi virðist vera eins og egg sem er að klekjast út úr sekki og úr honum koma 4 til 7 rauðir angar. Þegar hann er fullþroskaður lyktar hann eins og rotið hold.

Sjá einnig: Missti augað eftir svepp sem komst í augað með einnota linsum

sveppur

Ófrýnileg sjón: Sveppurin lítur út eins og egg sem er við það að klekjast út og úr honum vaxa 4-7 rauðir angar, sem hefur orðið til þess að hann hefur hlotið nafnið fingur djöfulsins eða devil´s fingers.

Sjá einnig: 10 ógeðslegir hlutir sem fólk borðar

Sveppur1

Sveppur3

Þegar sveppurinn er fullþroskaður gefur hann frá sér fnyk sem líkist rotnandi holdi og mun það vera mjög aðlaðandi fyrir flugur.

SHARE