Jæja nú fer sumarið bráðum að koma. Þá er nú gott að eiga þessa uppskrift frá Eldhúsperlur.com

min_IMG_6984Fylltar sætar kartöflur með buffalo kjúklingi og gráðosti

  • 2 vænar sætar kartöflur
  • Ólífuolía
  • 8 úrbeinuð kjúklingalæri
  • Salt og pipar eða kjúklingakrydd
  • 50 gr smjör
  • 1/2 -1 dl buffalo hot sauce, eftir því hversu sterkt þið viljið hafa þetta (Ég nota Frank´s red hot)
  • 1 dl rifinn ostur
  • 1 búnt vorlaukur, saxaður smátt
  • Sýrður rjómi
  • Gráðostur

Aðferð: Hitið ofn í 190 gráður með blæstri. Skolið kartöflurnar vel og skrúbbið með grófum svampi eða bursta, þerrið og penslið þær með olíu. Leggið kartöflurnar beint á ofngrindina. Gott er að hafa ofnplötu undir með álpappír, ef eitthvað lekur úr kartöflunum. Bakið í um 1 klst eða þar til kartöflurnar eru alveg mjúkar í gegn. Takið kartöflurnar þá úr ofninum og leyfið aðeins að kólna á meðan þið steikið kjúklinginn. Skerið kjúklingalærin í litla bita. Hitið örlitla olíu á pönnu og kryddið kjúklinginn með kjúklingakryddi eða salti og pipar. Steikið kjúllann þar til hann er vel brúnaður og eldaður í gegn. Setjið smjörið þá á pönnuna og látið það bráðna. Takið pönnuna af hitanum og bætið buffalo sósunni á og blandið þessu vel saman. Skerið kartöflurnar í tvennt eftir endilöngu. Skafið innan úr þeim en skiljið ca. 1 cm af kartöflunni eftir. (Ekki henda því sem þið skafið innan úr. Geymið og notið t.d í kartöflumús daginn eftir). Kryddið innan í kartöflurnar með smá salti og pipar og setjið þær aftur inn í ofn í um 10 mínútur. Þá þornar hýðið betur. Takið út og setjið ofninn á grillstillingu. Skiptið kjúklingnum í buffalosósunni á milli hlutanna fjögurra, stráið ostinum yfir og setjið undir grillið í ofni í um 5 mínútur eða þar til osturinn bráðnar. Toppið með vel af söxuðum vorlauk, muldum gráðosti, doppu af sýrðum rjóma og dassi af hot sauce. Berið fram með góðu grænu salati.min_IMG_8646

 

SHARE