Fyrsti íbúinn á Vestfjörðum látinn úr Covid-19

Íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær af völdum Covid-19, samkvæmt heimildum Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. 

Bæjarins besta á Ísafirði greinir frá því að hinn látni hafi heitið Gunnsteinn Svavar Sigurðsson. Gunnsteinn var fyrsti íbúinn á Bergi sem greindist með veiruna. Hann var fæddur árið 1938 og bjó í Bolungarvík.

Tveir aðrir eru sýktir af Covid-19 á Bergi og er búið að taka sýni úr þremur öðrum heimilismönnum sem eru í einangrun.

LEIÐRÉTTING:
Gunnsteinn var annar Vestfirðingurinn sem hefur látist úr Covid-19. Sá fyrri var kona sem lést þann 1. apríl á spítala í bænum. Hún var búsett á Ísafirði.

SHARE