Áfengisnotkun er hluti af menningu okkar og áfengisvenjur Íslendinga hafa breyst verulega undanfarna áratugi. Meiri notkun er á léttvíni og bjór en áður og menn hafa áfengi við höndina dags daglega. Margir auka áfengisnotkun sína undir álagi og þegar streitan er mikil.
Nokkur ráð að styðjast við:
Gerðu þér einfaldar reglur um áfengisnotkun þína. T.d. að drekka aldrei á virkum dögum. Að drekka aldrei einsamall. Að nota fáar eða bara eina tegund ef þú ert á djamminu og skammtaðu þér þá áfengið sjálfur. Ákveddu að njóta stundum veislu eða helgar án áfengis.
Ef þú getur ekki farið eftir þeim reglum sem þú setur þér má vera að þú eigir við áfengisvanda að stríða.
Hlustaðu gaumgæfilega ef þeim sem þykir vænt um þig finnst þú drekka of mikið. Taktu þér þá tak og dragðu úr áfengisdrykkju.
Ef áfengisvandi er í ætt þinni, farðu þá sérlega varlega með áfengi.
Sjá einnig: 22 atriði sem ekki skal segja við þann sem ekki drekkur
Mundu þetta:
Ekki er gott að nota áfengi sem svefnlyf. Það truflar svefnmunstrin og gefur lélegri hvíld.
Áfengi mildar kvíða tímabundið en eykur í kjölfarið depurð.
Oft gleymist að áfengi veldur dómgreindarminnkun sem er auðvitað ekki til bóta ef streituvaldarnir eru viðkvæm mál svo sem stirðleiki í sambúðinni eða samskiptaörðugleikar í vinnunni.
Ef þú átt við að stríða sjúklegt þunglyndi eða kvíðasjúkdóm skaltu fara afar varlega með áfengi og jafnvel hugleiða bindindi, a.m.k. um tíma.
Tvær mikilvægar skilgreiningar:
Áfengismisnotkun
Ef einungis ein af fjórum eftirgreindum fullyrðingum er til staðar:
1. Endurtekin neysla áfengis sem leiðir til mistaka við að uppfylla skyldur í vinnu, skóla eða á heimili.
2. Endurtekin neysla áfengis í áhættuaðstæðum, t.d. við akstur eða í vinnu.
3. Endurteknir árekstrar við löggæslu og dómskerfi vegna neyslunnar.
4. Áframhaldandi neysla þrátt fyrir endurtekin vandamál.
Áfengisfíkn
Ef þrjár af sjö fullyrðingum eru til staðar:
1. Þörf fyrir sífellt meira magn til að finna fyrir áhrifum.
2. Fráhvarfseinkenni þegar neyslu er hætt.
3. Aukin áfengisnotkun eða samfelldari neysla yfir lengri tíma en áður.
4. Misheppnaðar tilraunir til að hætta áfengisnotkun.
5. Verulegur tími fer í að útvega áfengi, neyta þess og jafna sig eftir neyslu þess.
6. Veruleg vandamál í félagslífi og vinnu.
7. Stöðug áfengisneysla þrátt fyrir líkamlegan og andlegan skaða.
Lestu fleiri áhugaverðar greinar á