Nemarnir í Holberg leiklistarskólanum misstu nýverið alla kennarana sína, eins og hun.is hefur greint frá, og skólanum lokað í kjölfarið. Nemendurnir hafa þó ekki gefð leiklistina upp á bátinn og setja nú upp nemendasýninguna um ,,Everyman”, sem er gamanleikrit eftir Hugo von Hofmannsthal, um áætlanir Guðs um að refsa mannkyninu fyrir sóðaskap sinn, hórdóm, græðgi, eiginhagsmunapólitík og meðvirkni.  Aðalpersóna sögunnar er ,,Everyman” eða ,,Einhver”, sem er táknmynd vestrænna lifnaðarhátta, þar sem áhorfendur fá að fylgjast með hennar síðasta degi á þessari jörð.

Nemendurnir standa nú á eigin fótum í tilraun sinni til að setja upp verkið og hafa þess vegna opnað ,,Crowdfunding” síðu á Indiegogo.

„Þetta er okkar eini séns eins og er. Auðvitað höldum við áfram að hringja í fyrirtæki og biðja um styrki, en það er allsstaðar lokað á okkur, það eru svo mörg verkefni sem þarf víst að styrkja. Þess vegna leitum við á náðir almennings og bjóðum upp á ýmislegt sem maður fær fyrir peninginn, t.a.m. titilinn ”Framleiðandi”, hver vill ekki vera framleiðandi í dag? Allir þeir sem styrkja okkur með nafni fá nafn sitt hengt á tré, sem við ætlum að gróðursetja fyrir framan gamla skólann okkar. Annars eru plaköt og DVD í boði fyrir þá sem leggja okkur lið, sem og stressboltar. Alveg tilvalin jólagjöf fyrir alla.”  Segir Dagur Snær leiklistarnemi í Kaupmannahöfn.

Á síðunni bjóða krakkarnir einnig almenningi að verða hluti af þessu öllu, því fyrir 1000 evrur er hægt að fá sína eigin persónu, túlkaða af nemendunum, skrifaða inn í leikritið.

Dagur Snær segjr jafnframt að þetta sé gífurlega spennandi verkefni og alveg einstaklega krefjandi. Við erum búin að fá kirkju á Vesterbro sem við megum sýna í. Þetta er kirkja sem er ætluð ungu fólki. Þess vegna er búið að taka alla óþægilega kirkjubekki og setja sófasett í staðinn – því óþægilegir kirkjubekkir hafa ekkert með Jesús að gera. Uppi við altarið er trommusett og presturinn er svalasti hipster-prestur sem ég hef hitt.”

Þetta er ekki eina kirkjan sem nemendurnir hafa notað, því sjálf dómkirkjan var undirlögð leiklistarnemum í marsmánuði.

,,Sjálfur mun ég leika gamla konu, móðir ,,Einhvers”, sem er alltaf vopnuð biblíunni og kaffibolla, hvert sem hún fer. Hommar fá t.d. engan frið fyrir henni. Og svo mun ég einnig leika Mammon, oft kallaður ,,Aurapúkinn”, sem er einn af sjö prinsum helvítis og holdgervingur efnishyggjunnar. Gamla góða 2007 partýið.”

Hægt er að hjálpa nemendunum með framleiðsluna inni á indiegogo, með því að deila þeirri síðu á Facebook og Twitter.

Facebook síðan þeirra: www.facebook.com/komedienomenhver

 

SHARE