Samkvæmt nýlega útkominni skýrslu eru u.þ.b. 20% allra barna í Bandaríkjunum með einhvers konar geðröskun. Síðust tíu árin hefur verið fylgst með ástandinu á kerfisbundinn hátt og eru niðurstöður þær að börnum með geðraskanair fari fjölgandi.

Í skýrslunni er geðröskun skilgreind sem ástand þar sem eru alvarleg frávik frá eðlilegum þroska á sviði vitsmuna, í félagsfærni og í námi og að börnin eigi erfitt með að mynda tengsl. Ennfremur er börnunum hættara við lasleika en öðrum börnum og hætta er á að þau muni þegar þau eru orðin fullorðin þurfa að takast á við geðraskanir.

Árleg útgjöld fólks vegna þessa veikinda eru himinhá, bæði vegna lyfja, vinnutaps, sérkennslu og þáttöku í ýmiss konar þjálfun.

Rannsóknin var unnin og skýrslan gefin út til að vekja athygli heilbrigðisyfirvalda og almennings á þvi að andleg heilsa er heilbrigðismál. Því betur sem fólk skilur það þeim mun betra fyrir þá sem eru veikir og aðstandendur þeirra. Það er auðveldara fyrir foreldra þegar þeir þurfa að tala við fagmenn um barnið sitt ef þeir mæta skilningi og þekkingu.  Skilningur á málum ryður burtu mörgum hindrunum í þessum málum eins og öðrum.

Það er áhyggjuefni hvað  margar fjölskyldur verða að takast á við mál af þessu tagi en það er hægt að gera eitthvað í málinu. Það er hægt að greina geðraskanir og meðhöndla þær og fólk getur náð fullri heilsu og átt gott og farsælt  líf.

 

SHARE