Glæsimarkaður um helgina – Vörur kláruðust síðast!

Núna um helgina, þann 1. og 2. júní verður haldin Glæsimarkaður á sama stað og síðast, í gömlu TOYOTA húsunum við Nýbýlaveg.

Markaðurinn hefur notið gríðarmikilla vinsælda enda er alveg hreint ótrúlegt úrval þar af vörum sem netverslanir landsins selja og má þar nefna; barnaföt, leikföng, snyrtivörur, raftæki, hönnunarvörur og föt, en það er langt frá því að vera tæmandi listi yfir það sem í boði er.

Að þessu sinni mun EasyStuff.is ma sýna þyrluna AR DRONE 2.0 sem hefur vakið mikla athygli hér á landi

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”MnY3SK-cmh8″]

Origami Óróar verða á staðnum með ótrúlega fallega Origami Óróa.

Símahlutir mæta með ótrúlega flott hulstur og aukahluti fyrir alls konar síma.

Sjarmatröll eru með ótrúlegt úrval af barnavörum.

Volare verður á svæðinu með húð og hreinlætisvörurnar sívinsælu.

Og svo má lengi telja, við skemmtum okkur konunglega á síðasta markaði en þá var brjálað að gera hjá söluaðilum og frábær stemning.

Hérna má sjá stutt myndskeið af síðasta markaði sem var alveg ótrúlega skemmtilegur!

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”t3O6pUngfgg”]

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here