Gleðjum um páskana – Helga safnar fyrir Fjölskylduhjálp Íslands

Helga byrjaði söfnunina páskana 2012, en þá fór hún sjálf með 5 egg í Fjölskylduhjálp Íslands.

Ári síðar langaði hana að hafa þetta aðeins veglegra og hóaði í ættingja og vini og þetta spurðist fljótt út og áður en hún vissi af var söfnunin orðin mjög stór en það söfnuðust rúmlega 90.000 kr.

Helga hefur síðastliðin 2 ár verið í góðu samstarfi við Freyju og hefur keypt páskaeggin af þeim á fínu verði og mun halda því samstarfi áfram.

Ástæðan fyrir því að Helgu langaði að hefja þessa söfnun var að hún vissi að það hafa ekki allir efni á því að kaupa páskaegg fyrir börnin sín. Hún gat ekki hugsað til þess að það væru börn þarna úti sem myndu ekki fá páskaegg, það hafði ekkert að gera með súkkulaði og nammiát heldur það að allir eiga rétt á góðum æskuminningum: „Eitt páskaegg getur glatt barn sem býr jafnvel við þær aðstæður að svona hátíðir eru litaðar af stressi og vanlíðan vegna skorts á einu og öðru á því heimili“ segir Helga.
Helga sá það í fyrra að það er virkileg þörf fyrir svona söfnun þannig að hún var staðráðin í því að halda henni áfram.

Söfnunin í ár hefur gengið vel segir Helga: „Við fengum veglegan fjárstyrk frá samtökunum Góðverk-Gleði-Barn, 7 egg frá Nóa Siríus og svo hafa einstaklingar verið að leggja inná mig. Ég er afskaplega þakklát fyrir það traust sem allir hafa sýnt mér og kærleikann sem það hefur fyrir náunganum.“

Þessi söfnun er fyrir alla landsmenn og því geta allir lagt henni lið og eins geta börn allstaðar á landinu notið góðs af, Helga er í samstarfi við konu á Akureyri Hörpu Friðriksdóttur og hún tekur við eggjum og fyrirpurnum fyrir norðan og eins er hægt að koma með páskaegg á hárgreiðslustofuna Funky hárbúlla.

Helga vill hvetja landsmenn til að gefa eitt auka egg, fara með það á staði eins og Fjölskylduhjálp Íslands, hjálparstofnun kirkjunnar, mæðrastyrksnefnd eða banavernd.

Hér má sjá Facebook síðuGleðjum um Páskana með upplýsingum hver er hægt að koma eggjum.

Margt smátt gerir eitt stórt
Hver og einn styrkir eftir getu

 

SHARE