Góð og ódýr húsráð fyrir þig

life-hacks-dumpaday-1Setjið kaffi í klakabox þannig næst þegar þið fáið ykkur ískaffi getið þið notað kaffiklaka í staðinn fyrir venjulega klaka sem þynna út kaffið.

life-hacks-dumpaday-2Setjið dagblað í botninn á ruslinu til þess að draga í sig allan vökva úr ruslinu og pokinn mun ekki leka þegar þið takið hann upp.

life-hacks-dumpaday-5Límið post-it miða fyrir neðan svæðið sem þið ætlið að bora í og brjótið upp á hann og þið losnið við vesenið með ryksuguna.

life-hacks-dumpaday-6Notið pakkninguna utan um cd-diskana til að geyma snúrur.

life-hacks-dumpaday-9Setjið þvottabala í skottið á bílnum áður en þið farið að versla og setjið svo innkaupapokana ofan í balann. Kemur í veg fyrir að allt fari útum allt á akstrinum.

life-hacks-dumpaday-10Notið hvítvín til að ná rauðvínsblettum úr skyrtunni.

life-hacks-dumpaday-11Ef þú lánar einhverjum eitthvað sem þú átt, taktu þá mynd af honum með símanum þínum, með hlutinn.

life-hacks-dumpaday-12Frystu Aloa Vera gel í klakaboxi. Virkar mjög fljót og kælir húðina strax ef maður brennir sig eða ef maður sólbrennur.

life-hacks-dumpaday-13Notið sjálflímandi snaga á pottaskápahurðina til þess að hengja lokin. Taka alltaf óþolandi mikið pláss í skápunum.

life-hacks-dumpaday-14Ef potturinn ykkar er með gat á skaftinu, setjið þá sleifina í gatið þegar þið þurfið að bregða ykkur frá pottinum.

life-hacks-dumpaday-18Notið laukhring til þess að búa til fullkomið spælt egg.

 

SHARE