
Hér fyrir neðan eru ýmsar merkilegar Uppplýsingar um fjölblöðru eggjastokka heilkennið (Polycystic ovary syndrome PCOS)
Heldurðu kannski að þú vitir allt um PCOS? Ekki er það nú víst! Eftirfarandi upplýsingar gætu komið þér á óvart.
PCOS er ein algengasta truflun á innkirtlakerfi kvenna og er margri konunni óskiljalegt ásatand. Þess vegna er líklega ágætt að glöggva sig svolítið á hvað hér er á ferðinni. Vissir þú t.d. að-
ef til vill er ekki nægilegt að fara í eina skoðum
Fjöldi kvenna veit að það getur verið erfitt að greina PCOS og þess vegna getur skipt mjög miklu máli til að fá rétta greiningu og að konan sé skoðuð nokkrum sinnum. Ef þig grunar að þú kunnir að hafa PCOS og hefur ekki fengið formlega greiningu skaltu endilega fá læknisskoðun.
PCOS hefur áhrif á fleira en húðina
Auk þess sem PCOS veldur því að blæðingar verða óreglulegar verður húðin óhrein (fílapenslar) og hár fer að vaxa á óæskilegum stöðum, oft eykst líkamsþyngd og erfitt verður að losna við kviðfitu. (þó geta grannar konur líka fengið PCOS). Insúlin virkni kvenna sem eru veikar af PCOS getur brenglast sem getur valdið sykursýki. Eins og margar konur hafa þurft að reyna getur verið erfitt fyrir konu með PCOS að fullganga með barn og að verða ófrísk.
Lyf geta hjálpað
Hormóna meðferð af ýmsu tagi hefur reynst vel við að bæta líðan kvenna með PCOS. Þó eru ekki allir læknar sammála því hvernig best sé að meðhöndla þetta ástand og því ættu konur- ef þær geta komið því við- að leita álits fleiri en eins læknis.
Þetta gæti verið góðkynja æxli- ekki PCOS
Stundum er hér á ferðinni ástand þar sem líðan er eins og um PCOS sé að ræða en er í raun góðkynja æxli. Sé svo er oft hægt að beita lyfjagjöf til lækninga. En afar miklu skiptir að rannsaka ástandið vel og fá rétta greiningu.
Brenglun á starfsemi í nýrnahettum gæti valdið PCOS
Í nýlegri ranmsókn á vegum Heilbrigðistofnunar Bandaríkjanna var athugað hvaða þátt nýrnahetturnar gætu hugsanlega átt í þessu ástandi. Sumar konur sem eru með PCOS eru með hátt androgen gildi sem tengist brenglun á starfsemi nýrnahetta. Rannsakendur skilja ástandið ekki til fulls en eru að rannsaka hvort starfsemi nýrnahetta kvenna sem þjást af PCOS hefur raskast og hvort það gæti verið einn þeirra þátta sem valda PCOS.