Það geta nánast allir stofnað góðgerðarsamtök. Í þessum þætti er fjallað um verstu góðgerðarsamtök Bandaríkjanna. Flestir vilja styrkja samtök þar sem ágóðinn á að renna til krabbameinssjúklinga og því eru þessháttar samtök, því miður að því er virðist, gullnáma fyrir fólk sem vill svindla á grunlausu fólki.

Í myndbandinu fer fréttaskýringaþáttur CNN og heimsækir þessi svokölluðu góðgerðarsamtök sem svindla á fólki. Það kemur í ljós að einungis örlítil prósenta af tekjum samtakanna renna til fólksins sem þarfnast þeirra en stærsti hlutur peninganna fer til þeirra sem eiga hlut í fyrirtækinu.

Fólkið segist hjálpa börnum og fullorðnum með krabbamein og fólk gefur samtökunum margar milljónir árlega í þeirri trú að þeir gefi hjálpi fólki í neyð. Eitt fyrirtækið sem fjallað er um gefur einungis 2% af öllum tekjum og frjálsum framlögum fólks, til krabbameinssjúkra, restin fer inn á þeirra eigin bankareikning!

Þessi samtök segja fólkinu sem gefur þeim pening að allur ágóði renni til krabbameinssjúkra, til þess að létta þeim lífið, styrkja líknardeildir ofl.

Þetta er alveg hreint ótrúlegt og við hvetjum fólk til að horfa.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”feM4Nhz-oGg”]

SHARE