Góðhjartaður íslenskur maður gefur ógæfumanni að borða

Ég rakst á stutta frásögn á Facebook rétt í þessu sem Guðmundur Tryggvason skrifaði.
Langaði að deila þessu með ykkur lesendum.
Þessi er greinilega með góða sál.

,,Ég fór áðan í Nóatún við Hringbraut.Það er í sjálfu sér ekki frásögu færandi.Slatta umferð af fólki þar.Ég tók eftir manni sem stóð fyrir utan og bað fólk um pening.Hann hafði greinilega ekki farið í bað alveg nýlega né snyrt sig.Mér sýndist hann vera á milli fimmtugs og sextugs.Fólk fór framhjá honum eins og hann væri smitaður af einhverri pest og þar sem ég hafði bara kort á mér en ekki pening þá sagði ég honum það.Á undan mér voru 3 konur sem fussuðu yfir þessum ógæfumanni og sögðu á leiðinni inn að það ætti að fjarlægja svona fólk.Setja einhvers staðar sem við venjulega fólkið ætti ekki að sjá það.Ég hugsaði um þetta í nokkrar sekundur og fór þá út og sótti manninn og bauð honum að koma inn.Ég skyldi kaupa handa honum mat og drykk.Honum brá aðeins við þetta og spurði af hverju ég myndi gera það.Ég sagði einfaldlega við hann að ég hugsaði sem svo að ef ég ætti einhvern nákominn sem væri í þessum sporum þá vildi ég vita það að hann fengi að borða.Ég keypti mat og gos handa honum sem hann valdi og borgaði glaður þennan tæpan 5 kall .Það var horft á okkur í búðinni eins og við værum geimverur.Mér gæti ekki hafa meira sama.Ég er á því að karma komi til baka.Ég allavega fer sáttur að sofa í kvöld vitandi að einn ógæfumaður geti borðað næstu daga.”

SHARE