Þessir klattar eru tilvaldir fyrir þá sem eru að reyna að minnka brauðát eða eru almennt ekki sérstaklega hrifnir af brauðmeti. Uppskriftin er fengin af Eldhússögum.

Sjá einnig: Amerískar pönnukökur með karamelluðum kanileplum

senast-c3b6verfc3b6rda4

Gómsætir kotasæluklattar

Uppskrift (2 klattar):

  • 125 gr. kotasæla
  • 3/4 msk trefjahusk  (mér skilst að hægt sé að nota 1.5 msk af muldu haframjöli í staðinn – hef ekki prófað það sjálf).
  • 1 egg
  • örlítið salt
  • 1 msk olía til steikingar, gott að nota kókosolíu

Maukið allt hráefnið saman með töfrasprota og látið standa í mínútu eða tvær. Setjið feiti á pönnuna, best er að nota teflonpönnu. Hitið olíuna á fremur háum hita á pönnunni, ausið svo deiginu á pönnuna í tvær ,,hrúgur“. Lækkið hitann niður í meðalhita (ég steikti á 5 af 9). Steikið í nokkrar mínútur og ýtið klöttunum saman með steikarspaðanum öðru hvoru ef þeir renna mikið til.

Steikið þar til klattarnir eru orðnir nægilega stökkir þannig að hægt sé að snúa þeim við. Ég snéri þeim síðan við nokkrum sinnum, setti svo á milli þeirra mozzarella og skinku og leyfi því aðeins að bráðna saman við klattana á pönnunni. Ekki er verra að bæta líka við ferskri basiliku og tómötum og grilla svo klattasamlokuna í samlokugrilli!

SHARE