Þetta kalla ég frumlegheit. Örugglega eitt af hollasta snakki sem þú getur fengið. Beint úr smiðju Eldhúsperlur.com

11872620_10153985349401729_788093223_nSvona geri ég:

  • Eitt vænt búnt grænkál (passlegt á tvær bökunarplötur)
  • 1 msk ólífuolía (ekki freistast til að setja meira)
  • 1/2 tsk laukduft
  • 1/2 tsk hvítlauksduft
  • 1/2 tsk sítrónupipar
  • 1 tsk reykt paprika
  • 1/4 tsk cayenne pipar (má sleppa)
  • 1 tsk gott sjávarsalt (t.d. Saltverk)

Hitið ofn í 145 gráður með blæstri, annars 165 gráður. (Mér finnst blástur virka betur hér)11912964_10153985349391729_1361329356_nByrjið á að fjarlægja stilkana af grænkálinu og rífið það svo í passlega bita, passið að hafa bitana ekki of litla.11880180_10153985349406729_246203659_nSetjið grænkálið í skál og sáldrið olíunni yfir það. Nuddið olíunni vel inn í allt grænkálið með fingrunum þannig að hver einasti grænkálsbiti hafi smá olíu á sér. Það má alls ekki ofgera olíunni hér, smá olía dugar á helling af grænkáli.11920503_10153985349411729_1749763594_nHrærið kryddinu saman í skál og stráið yfir kálið. Hrærið því vel saman við.11908312_10153985349441729_820499644_nSetjið kálið í einfalt lag á tvær pappírsklæddar bökunarplötur. Alls ekki hrúga eða stafla kálinu, þá er meiri hætta á að það gufusoðni í stað þess að steikjast.11924790_10153985349446729_551137530_nBakið í 20-25 mínútur. Leyfið snakkinu að kólna á bökunarplötunni. 11923372_10153985350056729_1267293104_nSetjið á fallegan disk eða skál og berið fram. Stráið meira salti yfir ef ykkur finnst þurfa. 11909824_10153985350011729_631950737_n11903373_10153985350006729_529917863_n

SHARE